Samfylkingin, lýðveldið og hrunið

Samfylkingin hindraði uppgjörið við hrunið öðrum flokkum fremur. Bankahrunið 2008 kallaði á pólitískt uppgjör við efnahagsstefnu liðinna ára og sérstaklega einkavæðingu bankanna.

Samfylkingin kaus að gera upp við lýðveldið og hélt fram þeirri söguskoðun að stjórnarskráin væri orsök hrunsins og að fullveldi þjóðarinnar væri best geymt í Brussel.

Icesave-málið notaði Samfylkingin til að hræða þjóðina til fylgis við ESB-aðild. Herfræði Samfylkingar var að samþykkja að þjóðin bæri ábyrgð á skuldum einkabanka og knýja þannig fram siðferðilegt gjaldþrot ofan á efnahagslegt þrot.

En þjóðin stóð í ístaðinu, hafnaði Icesave-lögum ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. í tvígang. Eftir það var ESB-umsóknin dauð og uppstokkun stjórnskipunar sömuleiðis.

Ónýta Ísland var óopinbert slagorð Samfylkingar eftir hrun. Herfræði Samfylkingar mistókst. Þjóðin hafði meiri trú á sjálfri sér en svo að láta pólitíska lukkuriddara segja sér fyrir verkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband