Morð og mannlíf á landnámstíma

Norrænir menn sem byggðu Ísland komu langan veg. Í farteskinu höfðu þeir siði og háttu heimalandsins. Þeir voru bændur á ófriðartíma. Afhjúpun á samfélagi þeirra stendur enn yfir, t.d. með frásögnum af fornleifafundum.

Ein slík frásögn er af Sandbæ í Suður-Svíþjóð sem segir frá ofbeldisdauða nokkurra ólánssamra einstaklinga.

Þeir norrænu menn sem urðu Íslendingar tóku með sér sögur af víkingum og samfélagi þeirra. Einn lærdómur sem þeir drógu af er að lög og samkomulag séu skárri hættir en ofbeldi og yfirgangur. Ekki löngu eftir landnám sýndu landsmenn í verki að friðsamlegar lausnir er hægt að finna á jafnvel erfiðustu málum. Íslendingar skiptu um trú án blóðsúthellinga. 


mbl.is Blómlegt mannlíf við landnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

 Fornleifafundurinn sem sagt er frá sýnir ofbeldei fyrir 1500 árum síðan. Ísland fannst sem kunnugt er síðar, og á meiri friðartímum.

FORNLEIFUR, 26.4.2018 kl. 07:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki fór allt friðsamlega fram í Noregi, þegar Haraldur hárfagri var að gerast þar allsherjarkonungur. Og á Norðurlöndum fóru fram mannfórnir í Ásatrú, hólmgöngur (einvígi) og útburður barna. Allt lagðist það af með kristni.

Á Kvosar-kortinu með viðtalinu við Völu Garðarsdóttur fornleifafræðing* sýnist manni blasa við, að einna auðveldast verði um fornleifauppgröft undir sjálfum Austurvelli og mjög líklegt, að þar finnist margt annað til marks um blómlega byggð þarna á landnámsöld.

* https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/04/25/blomlegt_mannlif_vid_landnam/

Jón Valur Jensson, 26.4.2018 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband