Ísland, Katar og góða fólkið

Góða fólkið hittist til að ræða ,,þjóðernispopúlisma". Helsta niðurstaðan, samkvæmt frásögn mbl.is, er að Ísland líkist Katar. Okkur er sama um útlendingana enda eru þeir flestir farandverkamenn.

En við gætum alveg eins verið Þjóðverjar. Í Þýskalandi búa meira en milljón Rússar og Þjóðverjum er nákvæmlega saman. Enginn gerir heldur veður út af Pólverjum, sem  manna þýskan byggingariðnað líkt og þann íslenska.

Það sem góða fólkið kallar ,,þjóðernispopúlisma" er í raun menningarvitund. Þjóðverjar óttast ekki fjölda Rússa og Pólverja í sínu landi enda vita þeir af reynslu að austurevrópuþjóðir aðlagast þýsku samfélagi.

Aftur eru Þjóðverjar meðvitaðir um að múslímar frá Norður-Afríku, miðausturlöndum og Afganistan eru ekki líklegir að aðlagast þýsku samfélagi. Reynslan segir þeim það.

Góða fólkið ætti að sækja sér endurmenntun áður en það hittist næst til að skiptast á fordómum.


mbl.is Nær að bera saman Ísland og Katar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar svona kannanir eru gerðar er þess gætt að tala um “innflytjendur” eins og einn homogen hóp. Það lítur betur út á blaði.

Ragnhildur Kolka, 19.4.2018 kl. 15:18

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mynduð þið flokka SKÁTAGÖNGUR sem  alþjóðlega friðargöngu

eða "þjóðernispoppúlisma?".

Jón Þórhallsson, 19.4.2018 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband