Alþjóðahagkerfið er á dópi ódýrra peninga

Í kreppunni 2008 ákváðu stærstu seðlabankar heims, í Bandaríkjunum og Evrópu, að veita ógrynni fjár án vaxta að láni. Efnahagskerfi margra ríkja urðu háð ódýru lánsfé sem átti að koma í veg fyrir verðhjöðnun.

Fyrr heldur en seinna lætur verðbólga á sér kræla og vextir hækka. Atvinnustarfsemi og hlutabréf sem eru háð ódýru fjármagni munu láta á sjá.

Góðu fréttirnar eru þær að seðlabanki Íslands tók ekki þátt í leiknum. Ísland býr við eðlilega vexti enda krónan hvað stöðugasti gjaldmiðillinn á veraldarvísu.


mbl.is Herði peningastefnuna hægum skrefum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hefðu ekki vextir á Íslandi með sömu rökum átt að snarlækka í kjölfar hrunsins? Það gerðu þeir nefninlega ekki heldur snarhækkuðu. Þeir hafa svo lækkað niður í núverandi stig en ekki hækkað upp úr neinum botni.

Hvað eru annars "eðlilegir vextir" og samkvæmt hvaða viðmiði?

Hvar stendur skrifað að vextir séu yfir höfuð eðlilegir þegar um er að ræða nýmyndun peningamagns í umferð, lánveitanda að kostnaðarlausu?

Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2018 kl. 19:39

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Það er nú svo að vextir = sparnaður eru grundvöllur efnahagsins. Án vaxta; enginn sparnaður. Sparendur eru alþýða manna. Lántakendur eru fyrirtæki, svona stórt séð. Að öðru leyti er um að ræða tilfærslu fjár milli kynslóða. (Hvað fá þeir eldri fyrir að fjármágna eignamyndun þeirra yngri).

Á fjármagnsmarkaðnum eru þeir sem, hlutfallslega, hafa mestan hag af lágum vöxtum eigendur eigin fjár, sem í gamla daga voru nefndir auðmagnið. – Er ekki svolítið á skjön við allt hverjirkrefjasta lágra vaxta?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 18.4.2018 kl. 21:21

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einar Sveinn. Ég veit ekki hvert þú ert að fara en það hefur að minnsta kosti ekkert með það að gera sem ég var að meina.

Ég var ekki að tala um raunverðmæti sem vinnandi fólk hefur unnið sér inn með brauðstriti sínu. Heldur froðufé sem bankar búa til úr engu án teljandi kostnaðar og lána svo út á vöxtum. Fyrir hvað eru þeir að fá vexti á það fé sem þeir búa til sér að svo gott sem fyrirhafnarlausu? Af hverju mátt þú þá ekki allt eins skrifa einhverjar tölur niður og leigja þær út á vöxtum og setjast í helgan stein og njóta "ávaxtanna"? Afhverju þarft þú að strita allt þitt líf til að eignast eitthvað sem þú gætir hugsanlegað lánað gegn vöxtum á meðan banki þarf ekkert að hafa fyrir því heldur getur bara búið til útlán og fengið ókeypis ávöxtun af því? Er það eðlilegt?

Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2018 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband