EES er tvöfaldur lýðræðishalli

Ef æ stærri hluti laga og reglna sem gilda hér á landi kemur frá embættismönnum í Brussel sem starfa í þágu annarra hagsmuna en Íslands myndast hér á landi vaxandi lýðræðishalli.

Við tengjumst embættismönnunum í Brussel í gegnum EES-samninginn, sem upphaflega var gerður fyrir verðandi ESB-ríki. Á seinni árum ber á því að Norðmenn, nánar tiltekið norskir embættismenn, noti EES-samninginn til að seilast til áhrifa hér á landi.

Nú liggur fyrir að Ísland er ekki á leið inn í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð. Eina rökrétta niðurstaðan er að við segjum upp EES-samningnum.


mbl.is Augljós hætta á lýðræðishalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alveg sammála hverju orði.  Sem betur fer á þingið að skoða EES samninginn og verður fróðlegt að fylgjast með hvað kemur út úr því.....

Jóhann Elíasson, 12.4.2018 kl. 14:28

2 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Nei við eigum ekki að segja honum upp heldur sleppa því að bæta í hann. Norðmenn verða þá bara að eiga það við sig hvað þeir gera :)

Gunnar Sigfússon, 13.4.2018 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband