Nýja kalda stríðið: tilfinningar í stað hugmyndafræði

Nýja kalda stríðið er hættulegt vegna þess að það gæti stigmagnast í bein stríðsátök kjarnorkuveldanna, Bandaríkjanna og Rússlands, skrifar ritstjóri vinstriútgáfunnar The Nation.

Vesturlönd verða að forðast nýtt kalt stríð við Rússland, segir í greiningu íhaldsútgáfunnar The National Interests.

Kalda stríðið, sem háð var 1945-1991, snerist um hugmyndafræði. Sovétríkin og Varsjárbandalagið stóðu grá fyrir járnum í nafni kommúnisma andspænis Bandaríkjunum og Nató sem kenndu sig við vestrænt lýðræði.

Nýja kalda stríðið er án hugmyndafræði. Tilfinningar, ýmist byggðar á samsæriskenningum um rússneskt eiturtilræði í breskum smábæ eða meintri eiturefnaárás á börn í Sýrlandi, stjórna ferðinni.

Tilfinningar eru óútreiknanlegri en hugmyndafræði. Í heimi tilfinninganna þarf færri rök til aðgerða en í veröld hugmyndafræðinnar. Stríðsaðgerðir verða líklegri. Kalt stríð breytist í heitt með stríðsaðgerðum.


mbl.is Vara Bandaríkjamenn við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Nú er spurningin þessi: Hvers vegna beita Rússar neitunarvaldi gegn rannsókn á "meintri eiturefnaárás"? Ekket að fela? Og hvað skyldi nú Jón Valur segja um aðfarirnar? Bara sáttur?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 11.4.2018 kl. 11:35

2 Smámynd: Merry

Það er akkurat það sem ég var að spá í. 

USA , Israel , Saudi Arabien , Frakklandi , UK  - ámóti  Russland , Iran , Syria. Hvað geri Tyrkland í þessa fall ?

Þetta er ekki sannað að kemisprengju var notað , en er þessa uppreisnarmenn ekki tengd við al qaida  ?

Það er gott að vera heima á Íslandi.

Merry, 11.4.2018 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband