Norsk yfirráð yfir Íslandi óásættanleg

Norðmenn líta á Ísland sem hjálendu sína gagnvart EES-samningnum. Ef eitthvað er ákveðið í Osló skal það samþykkt í Reykjavík, er viðkvæðið. Tímabært er að íslensk stjórnvöld hætti að vera leiðitöm þeim norsku og nýti fullveldisrétt okkar.

Norskir embættismenn ákváðu að raforkuframleiðsla í Noregi skyldi fara undir yfirstjórn Evrópusambandsins og var það gert undir formerkjum EES-samningsins. Engin gaumur var gefinn íslenskum hagsmunum, frekar en fyrri daginn.

Ef yfirstjórn raforkumála hérlendis flyst til Brussel myndast íhlutunarréttur Evrópusambandsins í virkjanaumræðu á Íslandi. Það má ekki gerast. Alþingi og ríkisstjórn eiga að vera samstíga um að stöðva norsk-evrópska atlögu að fullveldinu.


mbl.is Noregur hunsað hagsmuni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sammála, algerlega óásættanlegt.

Ragnhildur Kolka, 3.4.2018 kl. 12:04

2 Smámynd: Hörður Einarsson

Norðmenn hafa aldrei staðið við hlið okkar, nema því aðeins að þeir hafi haft hag að því sjálfir.

Hörður Einarsson, 3.4.2018 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband