Helga Vala, Guðmundur Andri fá sér síma

Helga Vala Helgadóttir og Guðmundur Andri Thorsson þingmenn Samfylkingar fengu sér síma á kostnað þjóðarinnar í byrjun árs. Samkvæmt vef alþingis var kostnaðurinn samtals 160 þúsund krónur.

Löglegt en siðlaus, eru skilaboðin á samfélagsmiðlum þar sem birtar eru myndir af samfylkingarþingmönnunum tveim og spurt: hvers vegna kaupa þau ekki sinn síma sjálf. Þau eru með yfir 1,2 m.kr. í mánaðarkaup og ættu eins og venjulegt fólk að borga símann sinn.

Reglur alþingis eru að þingmenn geta á tveggja ára fresti keypt sér síma og rukkað almenning um 80 þúsund krónur.

Guðmundur Andri, og þó enn frekar Helga Vala, kynna sig sem riddara réttlætisins. Til að standa undir nafni verða slík fyrirbæri að temja sér hóf í (mis)notkun hlunninda sem fylgja þeirri forréttindastöðu að vera þingmenn.

Eða eru kannski Helga Vala og Guðmundur Andri ekkert á móti hlunnindum forréttindastétta? Er allt í plati sem þau segja?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og hverjum skyldi það vera að þakka, að þessi leyndarhjúpur er nú loksins að rakna upp?  Kannski að pistlahöfundur viðurkenni þá baráttu sem fáeinir þingmenn hafa háð fyrir þessu sjálfsagða gagnsæi og hversu mikið persónulegt skítkast þeir hafa fengið fyrir og þá ekki síst frá bloggurum eins og Páli Vilhjálmssyni, Birni Bjarnasyni og Halldóri Jónssyni!

Páll skuldar þeim opinbera afsökunarbeiðni að mínu mati.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.3.2018 kl. 15:09

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég veit nú ekki með leyndarhjúpinn, Jóhannes. Þingfararkaup var þekkt og vitað að þingmenn fengju greiddan kostnað og sporslur vegna fjarskipta/fjölmiðla. Mér líður hvorki betur né verr að vita upp á krónu þessar fjárhæðir. En ef það eykur hamingju óánægðasta hluta þjóðarinnar að vita þetta er það vel. Ég óska þeim óánægðu til hamingju með betri líðan en sé ekki að ég skuldi neinum afsökunarbeiðni út af þessu máli.

Páll Vilhjálmsson, 11.3.2018 kl. 15:46

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það vill bara svo til, að það eru alltaf þeir óánægðu sem leiða allar breytingar og byltingar. Sem síðan allir njóta góðs af. Kostnaður samfélagsins vegna hvers þingmanns var ekki þekktur. Og hvernig þeir hafa háttað sjálftöku á almannafé varðandi ferða og dvalarkostnað er ekkert nema þjófnaður.  Það er öllum að verða ljóst og hlýtur að kalla á, að öll umgerðin verði endurskoðuð og þessari sjálftöku verði hætt. Ef þingmenn fá að halda kaupaukanum sem kjararáð úthlutaði þeim, þá hljótum við að krefjast þess að þeir afnemi allar aukagreiðslurnar og sporslurnar.  Og auðvitað hljóta Helga Vala og Guðmundur Andri að endurgreiða þessar 80 þúsund krónur strax á morgun.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.3.2018 kl. 20:11

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Kommar hafa alltaf haft sérgæsku í peningamálum á oddinum  síðan ég man eftir mér. Þetta er eðlið og eins og við var að búast. Sjáið Steingrím J. sjúga ríkisspenann með því að skrá sig á Gunnarsstöðumen búa í Breiðholti í áratugi.  

Halldór Jónsson, 12.3.2018 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband