Fyrirmyndarborgar hlýtur uppreisn æru - og tapar henni

Fyrirmyndarborgari hlaut uppreisn æru 2013. Vinstristjórn Jóhönnu Sig. var við völd fram á vor það árið.

Eitthvað virðist æran hafa verið laus og liðug fyrirmyndarborgaranum og fréttir segja hana tapaða á ný.

Nú hljóta fjölmiðlar að grennslast fyrir hverju sætir að vinstriflokkar hafa gefið út hæpna uppreisn æru fyrir fimm árum. Sennilega þó ekki. Fjölmiðlar kenna okkur að æran sé ávallt vinstriflokkanna - allir hinir eru ærulausir.

 


mbl.is Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Nú skaustu þig í hægri fótinn kæri Páll. Sigurði Kristinssyni var veitt uppreist æra af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkislygaráðherra sjálfgræðisflokksins, 29. september 2013.  Staðfest af Ólafi Ragnari Grímssyni með uppáskrift 8.október s.á.

Þetta getum við allt lesið í boði Kjarnans, sem eins og lesendur Páls á þessu bloggi vita að er í eigu vinstri manna og pírata og því varla marktækt tongue-out

https://kjarninn.is/skyring/2017-09-18-oll-gognin-um-uppreist-aeru/

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.2.2018 kl. 00:45

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvernig væri nú að lesa fréttirnar áður en menn sleppa sér í ráðast að Jóhönnu sem kom þessu mál ekkert við. Ef menn væru ekki svona blindir af hatri þá hefðu menn t.d. séð:

Sigurður sótti um uppreist æru í byrjun september 2013 og var umsókn hans samþykkt síðar í sama mánuði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.2.2018 kl. 00:49

3 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Sami sóðakjafturinn Páll. Ættir að kynna þér málin, áður en þú hatast út í Jóhönnu eina ferðina enn.

Snæbjörn Björnsson Birnir, 19.2.2018 kl. 06:00

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Gat nú verið, hægristjórnin veitti uppreisn ærunnar samkvæmt reglum sem vinstristjórnin skildi eftir sig.

Páll Vilhjálmsson, 19.2.2018 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband