Lýðræði, stjórnarskrá og stöðugleiki

Megineinkenni lýðræðis er að kjósendur geti í frjálsum kosningum skipt út stjórnvöldum, þ.e. löggjafa- og framkvæmdavaldi. Eftir hrun skiptu kjósendur út stjórnvöldum vorið 2009, fyrsta vinstristjórn lýðveldisins leit dagsins ljós.

Eftir 4 ár með vinstristjórn fannst kjósendum kominn tími til hægristjórnar. Stjórn Sigmundar Davíðs fékk ekki að ljúka kjörtímabilinu og í hönd fóru tvennar kosningar sem kenna má við stjórnarkreppu. Niðurstaðan varð nýmæli, samstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Í eftirhruninu reyndi á stjórnarskrána, sem er ramminn fyrir lýðræði okkar. Bæði í þingkosningunum, sem raktar eru að ofan, og enn frekar í þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave-skuldbindingar.

Stjórnarskráin stóðst prófið. Hún hélt sem umgjörð, tryggði að lýðræðislegur vilji þjóðarinnar næði fram að ganga í brýnum málum.

Maður á ekki að endurskoða það sem virkar. Nóg eru vandræðin samt.


mbl.is Leitar sátta í stjórnarskrármálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það væri samt allt í lagi að setja inn ákvæði um að ef tiltekinn fjöldi eða hlutfall kjósenda krefst þess þá sé forseta skylt að hafna lögum staðfestingar með því að skrifa ekki undir þau, svo það sé ekki háð geðþótta þess sem kann að gegna embættinu á hverjum tíma. Slíkt ákvæði myndi ekki kollvarpa neinu heldur einfaldlega skerpa á framkvæmd þessa tiltekna hluta lagasetningarferlisins og auka þannig réttaröryggi.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.1.2018 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband