Trump: alþjóðakerfið virkar ekki

Á fundi í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, fékk Donald Trump forseti 50 mín. langa kynningu helstu yfirmanna hermála og viðskiptahagsmuna um alþjóðakerfið sem verið hefur við lýði frá lokum seinna stríðs. ,,Alþjóðakerfið virkar alls ekki," sagði Trump.

Frásögnin af fundinum, sem var í sumar, er í fréttaskýringu New York Times með fyrirsögn um að Trump brjóti 70 ára hefð bandarískrar utanríkisstefnu.

New York Times er frá gamalli tíð miðstöð frjálslyndrar alþjóðahyggju. Blaðið er stofnun í bandarískri umræðu. Þess vegna sker það í augu að í ítarlegri fréttaskýringu um utanríkisstefnu Bandaríkjanna frá lokum seinna stríðs er ekki minnst á eitt atriði sem flestir myndu halda að skipti ögn máli, sum sé að kalda stríðinu lauk fyrir aldarfjórðungi.

En það var einmitt kalda stríðið, samkeppni vestrænna þjóða við kommúnískt samfélag, sem var drifkrafturinn í utanríkisstefnu Bandaríkjanna allar götur frá því Hitler skaut sjálfan sig í byrginu í Berlín.

Frjálslynd alþjóðahyggja heldur dauðahaldi í kalda stríðið og gerir Pútín að arftaka Stalín. En Trump er saklausa barnið sem bendir á hið augljósa. Kommúnisminn er kominn á öskuhaug sögunnar. Tilgangslaust er að halda í alþjóðakerfi sem lætur eins og vofa kommúnisma leiki enn lausum hala í henni veröld.

Alþjóðakerfi sem hvílir á þeirri forsendu að barátta standi yfir á milli góðs og ills glatar þeim eiginleika sem er nauðsynlegur til að kerfið virki. Sá eiginleiki er raunsæi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já en greyin sjá enn fyrir sér Godzilla the giant monster. 

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2017 kl. 10:20

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Trump hefur þegar, fyrstur Bandaríkjaforseta, útnefnt tvö ríki, Kína og Rússland sem sérstök óvinaríki Bandaríkjanna og að þess vegna skuli stefnt að algerum "yfirburðum" Bandaríkjanna á efnahags- og hernaðarsviðinu. 

Þetta er eitt hefðbundnasta trix valdamanna, að finna utanaðkomandi óvini til að þjappa þjóðum þeirra að baki þeim. 

Ómar Ragnarsson, 29.12.2017 kl. 10:41

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar er enn fastur í skilgreiningunnni sem Páll er með. Trump er einmitt að byggja brýr yfir til þessarra ríkja sen á við andstöðu New York Times og gömlu þursanna að etja. Trump er von mannkynsins í baráttunni við afturhaldið. Hann er boðberi nýrra tíma.

Halldór Jónsson, 29.12.2017 kl. 10:56

4 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Páll


Þetta stóraglæpafyrirtæki verður að hafa einhvern Buggyman, ef það er ekki hérna "War on terror" og blóð fyrir olíu og stríð ofan á frið, þá er það Rússafóbían og kaldastríðshræðsluáróður osfrv. Hvernig á annars öll Banka- fjölmiðla og vopnframleiðenda- elítan í Bandaríkjunum að fara að ef það er ekkert stríð eða neitt? Það er hugsanlegt að komin sé upp einhver ónægja hjá Trump- liðinu, eða þar sem að vissar þjóðir eru farnar að mótmæla eitthvað.
KV.

Image result for us wars

"The U.S. Government has been run as a criminal enterprise, and I have documented and proved that on multiple occasions.  The swamp that exists in Washington is from sea to shining sea.  It’s not just in Washington.  It’s in every county and every state house in the country "(Catherine Austin Fitts Assistant Housing Secretary in the first Bush Administration).

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 29.12.2017 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband