Tveir valkostir: stjórn eða óstjórn

Skilaboð kjósenda til stjórnmálamanna voru skýr. ,,Ef þið haldið áfram að bjóða upp á stjórnleysi munum við bæta um betur og senda fleiri framboð á alþingi. Og hananú."

Með átta flokka á alþingi stendur þingheimur frammi fyrir þeirri áskorun að hlusta á skilaboð þjóðarinnar og setja saman ríkisstjórn sem tengir meginpóla.

Á nýkjörnu þingi eru meginpólarnir Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir. Þeir þurfa að ná saman og bjóða þriðja flokknum að vera með. Það yrði einn þessara þriggja flokka: Miðflokkur, Framsóknarflokkur eða Samfylking.

Markmið nýrrar ríkisstjórnar þurfa ekki að vera háleit. Þau eru að halda samfélaginu í skorðum og að sitja út kjörtímabilið.


mbl.is Tveir valkostir fyrir forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband