Perrapólitík vinstrimanna hefndi sín

Vinstrimenn keyrðu kosningabaráttu sína á þeirri forsendu að pólitískir andstæðingar þeirra væru perrar í annarri af tveim útgáfum - ef ekki báðum -; barnaperrar eða fjármálaperrar.

Perrapólitíkin fékk uppslætti í vinstriútgáfum eins og RÚV, Stundinni og Kjarnanum. Til viðbótar teiknuðu vinstrimenn Íslendinga upp sem viðundur í erlendum fjölmiðlum.

Vinstrimenn töpuðu á perrapólitíkinni. Vinstrimenn sýndu sig siðferðilega á lágu plani og uppskáru eftir því.


mbl.is „Þörfnumst þess að fá velferðarstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Formælingar DDRÚV og vinstri manna yfir Sigmundi Davíð slógu líka til baka: rangindin gagnvart honum urðu honum jafnvel mesta hvötin til að berjast og sigra, og hann fekk stóran hluta kjósenda með sér í verkið.

DDRÚV þarf að hugleiða stöðu sína, áður en það reynir næst stjórnarbyltingu á Íslandi. Það gæti líka léttilega orðið banabiti þeirrar óþörfu ríkisstofnunar. Þó ber með einhverjum hætti að varðveita menningararfinn, sem geymdur er í Efstaleiti, og kannski gömlu Gufuna sem klassíska lista- og menningar-stöð, án sinnar herskáu Fréttastofu (FRÚV). Með þessu sparast mikið fé, jafnrétti fjölmiðla tryggt og bundinn endi á sífellda og stórfellda misnotkun vinstri manna.

Jón Valur Jensson, 29.10.2017 kl. 17:08

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

DBMF er styrkasta og stöðugasta samsetningin. Bjarni ötti að fá umboðið. Ný ríkistjórn gæti litið dagsins ljós í lok vikunnar ef menn sjá hið augljósa í stöðunni. Allt annað er ávísun á áframhaldandi stjórnarkreppu.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2017 kl. 17:18

3 Smámynd: Réttsýni

Það er ekki möguleiki á því að Framsókn fari í stjórn með Miðflokknum.

Réttsýni, 29.10.2017 kl. 17:21

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ágreiningur framsóknar og miðflokks er persónuágreiningur tveggja manna. Málefnaágreiningurinn er enginn. Ég hef þá trú að að menn geti sýnt þroska til að slíðra sverðin. Það reynir á hvort menn eru í framboði á prívatforsendum eða hvort þeir hafi hugsjónir heildinni til heilla.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2017 kl. 17:36

5 Smámynd: Réttsýni

Þetta er miklu djúpstæðara en það að vera "persónuágreiningur tveggja manna". Enginn í Framsóknarflokknum vill vinna aftur með Sigmundi og mjög fáir með Gunnari Braga. Það er ekki nokkur möguleiki á því að Framsókn stuðli að því að þessir tveir verði í næstu stjórn.

Réttsýni, 29.10.2017 kl. 18:15

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það væri feigðarflan fyrir Framsókn að fara í stjórn með Miðflokknun.

Wilhelm Emilsson, 29.10.2017 kl. 18:37

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Feigðarflan?  Ekki endilega.  Bæði XB og XM eru landsbyggðarflokkar sem eru sammála um flest nema foringjann. Feigðarflan annars hvors þeirra væri að fara í stjórn með Pírötum.

Kolbrún Hilmars, 29.10.2017 kl. 19:09

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Feigðarflanið fælist mest í því að neita að starfa saman. Það myndi sýna að báðir flokkar byggðu á personulegu framapoti framar málefnum og hagsmunum fjöldans. 

Framsókn verður að viðurkenna fyrir sér að hafa vanmetið styrk Sigmundar og Sigmundur verður að sýna þá auðmýkt að parkera egóinu sínu eða setja það í annað sæti í virðingarskyni við kjósendur sína. 

Styrkur smærri flokka er margfaldur innan stjórnar en utan. Ríkistjórnin mun hanga á því að halda þeim góðum. Utan flokka yrðu þeir áhrifalausir þrasarar í likingu við VG. If you can,t beat them; join them.

Límtúpa framsóknar einnar dugir ekki í núverandi stöðu, nema að þeir vilju klastra saman pólitískum þverstæðum og mynda pólitískan hórukassa á þingi, þar sem pólitísk hrossakaup réðu framar málefnum. Þá værum við komin  hálfa öld aftur í timann hvað varðar siðferði og vinnubrögð.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2017 kl. 22:43

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Svar Sigurðar Inga við sérkennilegum ummælum Sigmundar Davíðs um Lilju Alfreðsdóttur bendir til að Sigurður Ingi, sem virðist seinþreyttur til vandræða, sé búinn að fá sig fullsaddan af Sigmundi:

„Nú er það þannig, Heimir, að fyrrverandi formaður flokksins gekk úr flokknum og stofnaði nýjan flokk. Í Framsóknarflokknum er gríðarlega samheldur traustur hópur. Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tal. Það verður að beina því að öðrum. Framsóknarflokkurinn kemur ótrúlega sterkur. Við vorum með átta þingmenn í kosningunum á síðasta ári. Tveir af þeim stofnuðu nýjan flokk. Þeir voru kannski aldrei með okkur. Við erum með átta í dag,“ sagði Sigurður Ingi og er þá að vísa til þess að Sigmundur Davíð ásamt Gunnari Braga Sveinssyni yfirgáfu flokkinn og voru í framboði fyrir Miðflokkinn.

Heimild: Visir.is

Wilhelm Emilsson, 30.10.2017 kl. 00:12

10 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Spurning, hver sé mesti perrinn. Sóðaskapurinn í skrifum þínum er allavega yfirgengilegur.

Snæbjörn Björnsson Birnir, 30.10.2017 kl. 00:44

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nei eftir 9,ára samfellda ódrengilega árás á lýðveldið og stjórnendur þess,kemur að því að menn fá nóg.Við höfum þolað andstyggileg niðrandi lýsingu á landinu okkar,en það keyrir um þverbak þegar sendar eru rakalausar níðfréttir í erlend blöð.

Nú er ekki lengur talað um maddömuna og fjósin sem hún vinnur í,Framsókn orðin besti vinur glóbalista? 
   Mér finnst þetta ei fallegt fjós 
   af fúskara er smíðað,
   ég held þú getir djöfuls drós
   drullað og mígið íðað

Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2017 kl. 06:36

12 Smámynd: Skeggi Skaftason

Næst mun SOROS örugglega reyna að draga úr fjölda ferðamanna til Íslands. Allt til að klekkja á Sigmundi Davíð og íslenskum sjálfstæðissinnum.

Skeggi Skaftason, 30.10.2017 kl. 11:52

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

... gjammar Össur út um skegg sér!

Jón Valur Jensson, 30.10.2017 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband