Siðleysi vinstrimanna

Vinstrimenn og fjölmiðlar þeirra, RÚV, Stundin og Kjarninn, nota stolin gögn til sá fræjum tortryggni í kosningabaráttunni. Gögnin eru úr þrotabúi Glitnis, meira en tíu ára gömul.

Gögnin geyma persónulegar upplýsingar. Þrátt fyrir ítrustu tilraunir geta fjölmiðlar vinstrimanna ekki sýnt fram á að gögnin varpi ljósi á nein lögbrot. Engu að síður nota vinstrimenn gögnin til að efna til fjölmiðlaréttarhalda þar sem ákæruvald og dómstóll eru RÚV, Stundin og Kjarninn. Markmiðið er ekki að leiða sannindi í ljós heldur ala á grunsemdum og tortryggni.

Í allri umræðunni um Glitnisgögnin vottar hvergi fyrir efasemdum vinstrimanna um siðferðilegt réttmæti þess að nota stolin gögn til að grafa undan tiltrú fólks á stjórnmálum.

Ríkjandi viðhorf vinstrimanna er að tilgangurinn helgi meðalið. Lygi, falsfréttir og blekkingar eru lykillinn að árangri í pólitík, er viðkvæði vinstrimanna. Útkoman verður siðlaust samfélag.


mbl.is Stuldur á gögnum ekki réttlætanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Köllum hlutina bara réttum nöfnun Páll, Vinstra fólk er bara einfaldlega ekki skörpustu skörpustu hnífarnir í skúffunni, láta menn á borð við Hallgrím Helgason sem aldrei hefur nennt að vinna teyma sig á asnaeyrunum. 

Hrossabrestur, 23.10.2017 kl. 07:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mikið væri gaman að vita hve margir af frétta og dagskrárgerðarmönnum RUV hafa starfað í og fyrir Samfylkinguna og VG. Jafnvel staðið í framboðum eða sinnt ábyrgðarstöðum þar. Siðasti skítadreifarinn Aðalsteinn gengdi ábyrgðarstöðu hjá Samfylkingunni og hefur talað á þingum hennar. Hann er bróðir ritstjóra Stundarinnar og vann fyrir Reykjavik Media áður en hann ákvað að gerast flugumaður á RUV. 

Ég held að slík samantekt yrði fróðleg og lýsandi fyrir "hlutleysi" RUV.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2017 kl. 11:44

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er einnig merkilegt að enginn geri athugasemd við að aðaleigandi stundarinnar er Vilhjálmur Þorsteinsson fyrrverandi gjaldkeri samfylkingarinnar sem þurfti að segja af sér vegna upplýsinga um Tortólareikninga hans í panamaskjölunum.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2017 kl. 11:46

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Fyrirsögnin þarf að vera "Siðleysi Íslenskra blaðamanna"  Þeir eru allir í pólitískum skotgröfum og þar er það alltaf sannleikurinn, sem tapar.

Arnór Baldvinsson, 23.10.2017 kl. 16:23

5 Smámynd: Reputo

Upplýsingar um siðleysi og mögulegt lögbrot ráðamann toppar alltaf bankaleynd. Það er bara fólk sem er búið að velja sér lið og aldrei tilbúið að refsa liðinu, sem finnst siðleysi ráðamanna í lagi... sem er stórmerkilegt.

Reputo, 23.10.2017 kl. 23:03

6 Smámynd: Baldinn

Páll skrifar " Ríkjandi viðhorf vinstrimanna er að tilgangurinn helgi meðalið. Lygi, falsfréttir og blekkingar eru lykillinn að árangri í pólitík, er viðkvæði vinstrimanna. Útkoman verður siðlaust samfélag."

Fyrir utan hvað þetta er heimskur texti að þá spyr ég .  Ætla Sjálfstæðismenn að kenna okkur litla fólkinu um góða siði ?

Baldinn, 24.10.2017 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband