Flokkur er ekki fasteign, foringjar eru verðmætir

Flokkur var fasteign í gamla fjórflokkakerfinu. Þeir sem ,,áttu" flokkinn, flokkseigendur, þurftu ekki að hafa áhyggjur þótt einhverjir hrykkju frá borði, það var ekki í önnur hús að venda. Pólitískir flóttamenn voru ekki vel séðir í öðrum flokkum og takmarkaðir möguleikar að stofna til nýrra stjórnmálasamtaka (nema helst hjá vinstrimönnum, en þeir eru dálítið spes).

En við búum ekki lengur við rammgert vígi fjögurra flokka sem skipta með sér landsstjórninni og þeim gæðum sem fylgja. Á þingi eru sjö flokkar og ekki líkur á að þeim fækki í bráð.

Aukið framboð af stjórnálaflokkum gerir hvern og einn þeirra verðminni. Samhliða auknu framboði eru fylgissveiflur meiri. Samfylkingin var 30 prósent flokkur 2009 en stendur núna í 5 prósentum. Vinstri grænir átti að vera litli ljóti andarunginn með fylgi innan við tíu prósent en þeir mælast stærstir flokka í dag.

Flokkseigendur Framsóknarflokksins misreiknuðu sig þegar þeir héldu að baráttumaður eins og Sigmundur Davíð léti vaða yfir sig á skítugum skónum. Raðfréttir í fjölmiðlum af framsóknarmönnum sem ganga úr flokknum eftir brotthvarf Sigmundar Davíðs er blóðtaka fyrir elsta flokk landsins.

Í fjölflokkakerfi skiptir leiðtoginn meira máli en í fjórflokknum, þar sem stór hluti kjósenda nánast fæddist inn í stjórnmálaflokka og kaus sinn flokk hvað sem tautaði og raulaði. Þeir dagar eru liðnir og koma ekki aftur. 

Flokkseigendur í Framsókn eiga eftir að naga sig í handarbökin að hafa fórnað foringjanum.


mbl.is „Þetta er aftur orðið gaman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband