Jaðarpólitíkin á milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir eru pólarnir í íslenskum stjórnmálum, séð frá hægri til vinstri, þótt hvorugur sé fjarri miðjunni. Á milli þessara tveggja flokka eru jaðarflokkar sem fiska fylgi í misgruggugu vatni.

Síðustu mælingar sýna að tveir jaðarflokkar, Viðreisn og Björt framtíð, féllu af þingi ef kosið yrði núna. Ungt stjórnmálaafl, Flokkur fólksins, kæmist inn á þing.

Það er mótsagnakennt að jaðarpólitíkin skuli þrífast á milli pólanna. Eina meginályktun má draga af þessari staðreynd. Hún er að almenn sátt sé um meginþætti stjórnmálanna, s.s. efnahagsmál, stjórnskipun og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna.

Önnur ályktun, léttvægari, er að sjálfhverfustjórnmál (ég, um mig, frá mér, til mín) eru í innbyrðis samkeppni. Björt framtíð er fyrir letingjana, sem vilja fá allt ókeypis upp í hendurnar; Viðreisn er málssvari frjálslyndrar alþjóðahyggju; Samfylkingin stendur með sérfræðingum sem vilja vinnu í Brussel; Flokkur fólksins talar fyrir þeim afskiptu í góðærinu og Píratar ímynda sér að ný stjórnarskrá sé allra meina bót.

Jaðarpólitíkin er kvik og ekki á vísan að róa með fylgi. Eins og Píratar komust að raun um við síðustu kosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Eitthvað svona bipolar desorder!  Drífum okkur aftur heim.

Helga Kristjánsdóttir, 1.8.2017 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband