Vélrænt réttlæti og huglægt

Vélrænt réttlæti, sem Svandís Svavarsdóttir kallar svo, er málefnalegt ferli þar sem réttarríkið setur formreglur um hvaða skilyrði skulu uppfyllt til að fá uppreisn æru.

Valkosturinn við vélrænt réttlæti, samkvæmt þessari skilgreiningu, er huglægt réttlæti. En það er handahófskennt og byggir á hugdettum þeirra sem með fara.

Eflaust má lagfæra vélræna ferlið. En að skipta því út fyrir huglægt réttlæti yrði ekki framför.


mbl.is Þarf að breyta þessu vélræna ferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hugtakið réttarríki er Svandísi og Co jafn framandi og jöfnuður. Sérþarfir þeirra eru teknar út fyrir sviga, en Stundin sér svo um að útdeila glæpastimplum á pólitíska andstæðinga sem læstir eru innan svigans.

Ragnhildur Kolka, 18.7.2017 kl. 14:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"formreglur um hvaða skilyrði skulu uppfyllt til að fá uppreisn æru"

Hver eru þessi meintu formskilyrði í þeim tilvikum sem viðkomandi hefur fengið þyngri dóm en 1 árs fangelsi?

Þetta er nefninlega lykilatriði í þeirri framsetningu sem kemur fram hér að ofan. Án skýringa á því hver hin meintu formskilyrði eru, fellur þessi framsetning um sjálfa sig eins og hver önnur rökleysa.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.7.2017 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband