Góðir og vondir útlendingar - landráð og pólitík

Ferðabann Trump á íbúa múslímaríkja þykir sýna útlendingahatur, segja gagnrýnendur hans, sem telja útlendinga eiga að njóta vafans - teljast góðir þangað til annað sannast.

Gott og vel, svarar Trump, látum Rússa líka njóta vafans. Forsetinn segist aðeins hafa stundað pólitík þegar hann átti í samskiptum við rússneska aðila í kosningabaráttunni, að því er kemur fram í New York Times.

Nei, það er skortur á þjóðerniskennd og siðferðislega ámælisvert að eiga samskipti við Rússa, segja gagnrýnendur Trump, t.d. á New Republic.

Alþjóðasinnar í Bandaríkjunum taka Rússa út fyrir sviga: þeir eru vondir útlendingar - líklega þangað til að það sannast að þeir séu góðir.

Það er vandlifað.


mbl.is Afar, ömmur og barnabörn nú velkomin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband