Maðurinn: náttúruval eða erfðafræðitilraun?

Elsti forfaðir mannsins er nú sagður 7.2 milljónir ára. Tegundin sjálf, homo sapiens, er samkvæmt yngstu upplýsingum um 300 þúsund ára.

Á ferðalagi forfeðranna fram til homo sapiens er kynblöndun. Haft er fyrir satt að neandertalsmenn og homo sapiens deili erfðavísum sem felur í sér að eldri útgáfur af þessum tegundum hafi blóðblandast. Blóðblöndun enn eldri forfeðra er líkleg.

Samkvæmt náttúrvalskenningunni, þar sem Darwin er aðalhöfundur, er líffræðileg þróun samspil erfðaþátta og umhverfis. Þær lífverur komast af og fjölga sér sem búa yfir bestu aðlögunarhæfni.

Ef einhver hlekkurinn á milli homo sapiens og elsta forföður, þess sem er 7.2 milljónir ára, varð til vegna meðvitaðrar tilrauna einstaklinga af ólíkum tegundum að eignast afkvæmi litur málið nokkuð öðruvísi út. Ekki væru lengur blind náttúruöfl að verki heldur formannlegur ásetningur.

Lykilhugtakið hér er meðvitund. Hvenær drepur maður mann og hvenær ekki? spyr Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni. Hvenær verður til meðvitund?

 


mbl.is Steingervingar breyta sögu okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þó svo svo að maðurinn sem tegund þróist eitthvað smávegis að þá er maðurinn sem tegund  ekki orðinn til vegna náttúruúrvals út frá pöddum til apa osfrv. bara fyrir röð einhverra tilviljanakenndra stökkbreytinga.

Ég skora á allt fólk að skoða allar færslurnar 3 í þessari bloggsíðu:

Fyrsta færslan byrjar neðst:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2196562/

Jón Þórhallsson, 15.6.2017 kl. 19:46

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

 http://www.telegraph.co.uk/technology/2016/06/03/we-are-almost-definitely-living-in-a-matrix-style-simulation-cla/

Guðmundur Böðvarsson, 15.6.2017 kl. 23:28

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Meðvituð tilraun einstaklinga af ólíkum tegundum" hefur þá heppnast þrátt fyrir að vera hliðstætt fyrirbærinu "fjölmenningu" og "sambúð ólíkra kynþátta," sem margir úthrópa nú sem versta og hættulegasta fyrirbærið í lífi jarðarbúa?  

Ómar Ragnarsson, 16.6.2017 kl. 00:17

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Ómar, flölmenning hefur ekkert með kynblöndun að gera. Ættleitt barn á Íslandi frá Kína eða Afríku ber ekki með sér fjölmenningu. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.6.2017 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband