Lygarar til leigu í ferðaþjónustunni

Lygarar til leigu, stundum kallaðir almannatenglar, eru komnir í verktöku hjá ferðaþjónustunni til að útmála hrun atvinnugreinarinnar ef hún greiðir skatta eins og önnur starfsemi í atvinnulífinu.

Lygarar til leigu, oft fyrrum fjölmiðlamenn, búa að kunnáttu og samböndum til að setja á flot falsfréttir í þágu verkkaupa. Fjölmiðlar gína við enda undirmannaðir og í sífelldum efnisskorti.

Á næstunni má búast við flaumi falsfrétta um óheyrileg vandræði ferðaþjónustunnar. Jafnvel þeir trúgjörnustu mega hafa sig alla við að innbyrða ósköpin.


mbl.is Hótel verða rekin með tapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Þetta er víða gert og margar atvinnugreinar sem hafa stundað það með aðstoð fjölmiðla að draga upp ranga mynd af afkomu sinni.

T.d. rak útgerðin endalausan áróður um hrun atvinnugreinarinnar, hrun byggðarlaga og hrun íslensks efnahagslífs ef hún verði látin greiða sanngjarna rentu af nýtingu auðlindar sem er í almannaeigu. Á sama tíma greiddi útgerðin milljarða í arð til eigenda sinna. Þetta hefur víða verið stundað og alltaf eru einhverjir nógu auðtrúa til að innbyrða ósköpin. 

Halldór Þormar Halldórsson, 26.4.2017 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband