Landamæri, alþjóðavæðing og óvinaímyndir

Fjölgun landamæragirðinga víða um heim, ekki síst í Evrópu, er til marks um endalok alþjóðavæðingar síðustu áratuga.

Eftir fall kommúnismans í kringum 1990 virtist alþjóðavæðingu og opnun landamæra engin takmörk sett. En þegar á daginn kom að alþjóðavæðingin jók efnahagslegt misrétti á vesturlöndum kom bakslag. Vaxandi flóttamannastraumur til vesturlanda gróf enn undan alþjóðavæðingunni og landamærin tóku að lokast.

Óvinaímyndir eru fylgifiskur einangrunarhyggju. Í stað fjölmenningar kemur þjóðerniskennd. Þar sem áður voru vinsamleg samskipti ríkir nú tortryggni.

Hvergi er tortryggnin augljósari en í samskiptum Evrópusambandsins og Rússlands sem deila um áhrifasvæði í Austur-Evrópu. ESB stendur fyrir sérstöku áróðursátaki gagnvart Rússlandi til að kenna Rússum um flest sem aflaga fer í opinberri umræðu í ríkjum Evrópusambandsins.

Óvinaímyndir eru fyrsta stig stríðsundirbúnings.


mbl.is Landamæraveggir víða um heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband