Ríkisstjórnin sigraði í sjómannadeilunni

Hart var sótt að ríkisstjórninni í sjómannadeilunni en hún stóðst álagið. Deila sjómanna við útgerðina er innbyrðis barátta um hvernig skuli skipta afkomunni af fiskveiðum. Aldrei var tilefni til þess að ríkisvaldið fjármagnaði lausn deilunnar, þótt ýmsir gerðu kröfu um það.

Ríkisstjórnin hélt fast við  meginreglununa um frelsi og ábyrgð samningsaðila að ná niðurstöðu sín á milli. 

Fiskveiðar er afmörkuð atvinnustarfsemi sem kallar ekki á atbeina ríkisvaldsins líkt og almennir kjarasamningar á vinnumarkaði gera á tíðum. 

Sjómenn og útgerð geta líka vel við unað. Stundum þarf að þreyja þorrann og góuna þegar deilur eru komnar í hnút. Og það var gert í þessu verkfalli.


mbl.is Samið í kjaradeilu sjómanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rangt að ríkisstjórnin hafi sigrað í þessu máli. Allir aðilar töpuðu. Eftir stendur enn það sár sem SJS veitti sjómönnum 2009 og það mál mun auðvitað dúkka upp í næstu kjarasamningum þessara aðila.

Hins vegar má halda því fram að ríkisstjórnin hafi unnið þessa orrustu, enda ljóst að þó ráðherra hafi marg ítrekað að ekki ætti að gera neinar sérhæfðar aðgerðir vegna þessa verkfalls, var hún tilbúin að setja lög á verkfallið. Geta aðgerðir stjórnvalda á verkfallsátök orðið sérhæfðari?

Þegar menn standa frammi fyrir slíkum hótunum er að sjálfsögðu gefið eftir, í bili.

Vandinn stendur eftir og mun koma stjórnvöldum í koll síðar. Þarna bauðst að ljúka máli sem SJS hóf 2009, á farsælan hátt fyrir stjórnvöld og ásættanlegan hátt fyrir sjómenn. Þessu höfnuðu stjórnvöld og sýndu að þau vildu ekki lausn á málinu, einungis velta vandanum á undansér!

Gunnar Heiðarsson, 18.2.2017 kl. 08:17

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það þarf mikla blindu til að sjá sigurvegara í þessu máli. Það hefur orðið öllum til tjóns og enginn sigurvegari í þessari vondu deilu.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.2.2017 kl. 00:12

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Samið var undir hótun um lög sem búið var að skrifa og ekki enn útséð um að sjómenn samþykki þessa samninga.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.2.2017 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband