Lokatilboð - síðan neyðarkall

Á almennum vinnumarkaði eru tveir samningsaðilar, vinnuveitendur og launþegar. Það er þeirra og engra annarra að semja um kaup og kjör innan ramma laganna.

Fyrir tveim dögum sögðu sjómenn að þeir hefðu gert útgerðinni lokatilboð.

Sjómenn hlupu á sig og senda alþingi neyðarkall tveim dögum eftir ,,lokatilboð". Í kjaraviðræðum er ekkert lokatilboð, aðeins samningar.

 


mbl.is Sendir neyðarkall til alþingismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þó þú þekkir kannski ekki vel til kjarasamninga sjómanna Páll, eða kjarasamninga yfirleitt, ættir þú að muna aftur til ársins 2009. Þá var með einu pennastriki, af hálfu ríkisins, tekið út úr kjarasamningum sjómanna ákveðið ákvæði,sem sett hafði verið þar árið 1957. Þar með gerði ríkið sig aðila að komandi kjarasamningi sjómanna. Sú samningalota stendur yfir nú.

Hitt er svo annað mál að menn geta auðvitað haft sínar skoðanir á hvort ríkið eigi að koma að kjarasamningum. Best væri ef hægt væri að komast hjá því.

Mestan tíma verkalýðsbaráttu á Íslandi hefur ríkið verið þriðji aðili að lausn kjaradeilna. Þannig hafa náðst í gegn mörg góð mál fólki til heilla, s.s. lög um verkfallsrétt, lög um fæðingarorlof og margt margt fleira. Á þessu eru líka tvær hliðar og á stundum hafa afskipti ríkisins verið á verri veg.

Það sem sjómenn kalla eftir nú er að vera meðhöndlaðir á sama hátt og annað launafólk í landinu, þegar kemur að skattgreiðslu fyrir þóknun vegna fjarveru frá heimili. Sjómenn eru ekki að fara fram á að fá eitthvað umfram annað launafólk. Sjómenn eru ekki að fara fram á að ríkið niðurgreiði launakostnað útgerðar.

Þessi krafa sjómanna kemur fyrst og fremst til vegna aðgerða vinstristjórnarinnar í þeirra garð árið 2007. Aðgerða sem núverandi sjávarútvegsráðherra kallar "einföldun á skattkerfinu". Aldrei fyrr hefur nokkur stjórnmálamaður sagt að vinstristjórnin hafi einfaldað skattkerfið, ekki einu sinni þeir sem að þeirri ríkisstjórn stóðu.

Þessi krafa sjómanna er örlítil sárabót upp í það órétti sem þeir voru beittir árið 2009, hugsuð til að loka því sári.

Gunnar Heiðarsson, 16.2.2017 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband