Stríðsæsingar frjálslyndra í Evrópu og Bandaríkjunum

Stjórnmálamenn sem kenna sig við frjálslyndi í Bandaríkjunum og Evrópu stunda stríðsæsingu gegn Rússlandi ásamt gömlum kaldastríðsjálkum.

Slóðin frá Írak 2003 liggur til Úkraínu sem Bandaríkin og Evrópusambandið vilja gera að bandalagsríki sínu gegn Rússlandi.

Trump gaf ekki mikið fyrir stríðsæsingar frjálslyndra í kosningabaráttunni. En kannski er hann orðinn húsvanur.


mbl.is Rússar hyggjast halda Krímskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef að Úkraína kýs um það að ganga í ESB og NATO og meirihlutinn vill það, af hverju eiga rússar að geta stoppað það?

Er ekki alltaf verið að tala um að lýðræðið eigi að ganga í fyrirrúmi.

Man ekki betur en að rússar hafi notað lýðræðisregluna þegar þeir hirtu Krimskagan af Úkraínu. 

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.2.2017 kl. 19:35

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Jóhann.

Mælir þá eitthvað að þínu mati gegn því að Rússar leigi land skika á Kúbu undir flotastöð, svo framalega sem kúbverjar samþykki það?

Jónatan Karlsson, 15.2.2017 kl. 20:46

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Akkúrat Jónatan, það mælir ekkert gegn því frá mínum sjónarhóli séð ef við ætlum að samþykkja að meirihlutinn sem kýs fær að raða.

Ekki bara það, ef islendingar vilja gefa land sitt til Rússa eða ESB, þá á meirihlutinn að ráða, samkvæmt lýðræðis hugsuninni. I það minsta þetta er það sem þeir sem eru að garga eftir lýðræði, eins og til dæmis rússar gerðu eftir kosningar á Krimskaga.

Þetta er ekki það sem gerist, tökum til dæmis Brexit. Meirihluti kjósenda vill úr ESB, en er ekki verið að reina að eiðilggja niðurstöðu úrslita í Brexit kosningunum? Jú, það hef ég frétt bæði í ræðu og riti. Hvað varð um lýðræðið?

Og bara tökum Rússana sem dæmi, heldur þú að Rússarnir muni unna því, ef meirihluti Úkraínu kjósenda mundi kjósa að ganga í ESB og NATO? Ég held ekki.

það sem að ég r að benda á er hræsni Rússa, þeir flagga lýðræðinu þegar kosninga tölurnar þóknast þeim, en traðka á lýðræðinu þegar kosningar þóknast þeim ekki.

Svo einfallt er þetta Jónatan.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.2.2017 kl. 21:13

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég held að þá gildi lögmálið um heit þitt að verja land þitt með öllum ráðum,óvinurinn er kominn í hlaðvarpann.

Helga Kristjánsdóttir, 15.2.2017 kl. 21:25

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er nú einhver misskilningur í upphafi og ofsa-hægrimennskan villir mönnum þarna sín.

Úkraínumálið snýst bara um að Úkraína vill vera með ESB og helst þar inni.  Allt og sumt.  Putin og Trump vilja það ekki.  Vilja ekki frelsið og lýðræðið heldur einræðið og ofsa-hægrimennsku og réttinda lítinn eða réttindalausann almúga.

Það leiðir hugann að því svæði sem í gamla daga voru kölluð ,,Austantjaldslönd", að sumt í þeim ríkjum minnir sláandi á Ísland.  Þar er elíta, gjörspillt, einkavinavæðing og sjálftaka forríkra etc.

Munurinn hinsvegar á þeim og íslendingum er, að þeir átta sig á að framþróunin er í ESB.  Að hjálpræðið kemur frá ESB.  En þetta skilja íslendingar ekki eða eru ekki enn búnir að fatta.  Þeir halda enn að hjálpin komi frá innlendri elítu, forríkri af sjálftöku og einkavinavæðingu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.2.2017 kl. 23:31

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Jóhann Kristinsson

Það vill svo til að þú ert ekki forseti Bandaríkjanna svo málið snýst alls ekki um hvað þér finnst. Það snýst um hvað Bandarískum stjórnvöldum finnst.

Það vill líka svo til ,að við höfum áður séð viðbrögð Bandaríkjamanna þegar herveldi reyndi að koma upp herstöð nálægt Bandaríkjunum. Ég er þess fullviss að afstaða US hefur ekkert breyst..

.

Putin reyndi ekki að koma í veg fyrir að Úkraina gengi í ESB ,þó honum líkaði það að sjálfsögðu ekki. Til þess eru skiljanlegar ástæður.

ESB mundi heldur ekki líka ef eitt af ríkjum þess mundi vilja ganga í Rússneska efnahagssambandið.

Ég hugsa að það ríki yrði fyrir einhverjum kárínum,einkanlega í ljósi þess að Ungverjalandi var ekki einu sinni leyft að hafa vinsamleg samskifti við Rússland,hvað þá meira.

Ríki sem vilja ganga úr ESB eða hafa þegar gert það sitja í dag undir hótunum Brussel. Meira að segja sitja ríki undir hótunum Brussel fyrir það eitt að vilja hafa vinsamleg viðskifti við ríki sem njóta ekki velþóknunar á þeim bæ

.

Þegar ljóst var að 'Ukraina mundi ganga til liðs við ESB ,voru viðbrögð Putins þau að segja að ESB,Ukraina og Rússland þyrftu að ræða málið ,af því að Úkraina og Rússland höfðu opin landamæri.

ESB neitaði ítrekuðum boðum um viðræður,margsinnis.

.

Rússland hefur ekki opin landamæri við ESB svo þetta verður að teljast eðlileg tillaga að mínu mati.Það er ekki viðunandi fyrir Rússland ,að eitt af ríkjum ESB hafi opinn landamæri við Rússland,og þar með ESB í heild.Án samninga.

Bæði Putin og Yanacovich var ljóst að efnahagur Úkrainu mundi hrynja til grunna ef landamærum ríkjanna yrði lokað. Þessvegna frestaði Yanokovich að skrifa undir samninginn.

Nú er komið í ljós að þeir höfðu að sjálfsögðu á réttu að standa,enda þarf ekki mikinn speking til að sjá það.

.

Í þennan samning hefur Putin án vafa viljað setja ákvæði um að Úkraina yrði aldrei hluti af NATO.

Úkraina verður aldrei hluti af NATO. Rússar munu aldrei líða það,frekar en US mundi lýða að Rússar opnuðu herstöð á Kúbu eða Mexikó.

.

Allir vita að rauða lína US liggur þúsundir kílómetra frá landinu.

Rússar hafa ekki reynt að fara yfir þessa línu.

Allir vita líka að Úkraina er rauða lína Rússa ásamt Georgíu.

Bandaríkjamenn riðlast stöðugt á þessari línu eins og yxna belja.

.

Vandræði og upplausn Úkrainska ríkisins stafar alfarið af hroka ESB sem hélt í fávisku sinni að þeir gætu þjösnað fram stefnu sinni án aðkomu ríkja sem hafa hagsmuna að gæta. það er bara ekki svo

Aðra fiðlu spilar svo heimsvaldastefna Bandarískra stjórnvalda ,sem getur ekki liðið að til sé ríki sem lýtur ekki stjórn þeirra.

.

Óvæntur glaðningur eða bónus er svo fyrir Evrópumenn að nú eru þúsundir þungvopnaðra Nasista í Úkrainu ,sem einn góðann veðurdag verður að takast á við.

Það verður ekki einfalt ,því þeir eru þrautþjálfaðir og vel vopnum búnir,vopn og þjálfun sem þeir þáðu frá US og UK.

.

Þessir Nasistar hafa áður haft samstarf við Islamska hryðjuverkamenn og munu sennilega taka uppp þráðinn aftur síðar.

Foringi þeirra ,Dimitry Yaros, ákallaði hryðuverkamenn um að láta til sín taka í Rússlandi meðan Maidan var í fullum gangi og hann óttaðist afskifti Rússa.

.

Það er verk fyrir höndum fyrir ESB að ráða fram úr Íslömsku innrásinni og á sama tíma að fást við Nasistana í Úkrainu.

.

Ég spáði fyrir ári að næsta stríð í Evrópu yrði á milli Póllands og Úkrainu,að því gefnu að Bandaríkin þvingi ekki fram stríð við Rússland.

Mér sýnist á fréttum að stríð milli Úkrainu og Póllands sé að nálgast.

Nasisminn er að breiðast út í Úkrainu ,enda kenndur í skólum,en Pólverjar eru að gíra sig upp í að endurheimta forna dýrð ,einu sinni enn.

Úkrainskur Nasismi fellur ekki að þeirri framtíðarsyn Pólverja.

.

Borgþór Jónsson, 15.2.2017 kl. 23:46

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þakka þér fyrir að láta mig vita að ég er ekki forseti USA Borgþór, enda hefði ég ekki efni á að vera forseti af því að kaupið er $1, veit ekki hvort það er á mánuði eða ári eða fyrir öll 4 árin, en það er það sem Trump fær.

En ég var að benda á að hræsni Rússa og ekki bara Rússa heldur líka stjórnvalda í USA þegar lýðræðið er notað.

Ef þú Borgþór ert á móti lýðræði, þá þú um það, en mér finnst ekkert athugavert við að Úkraínumenn kjósi og ef meirihluti kjósenda vill ganga í ESB og NATO.

Rússar eru ánægðir með lýðræði þegar kosningatölurna er þeim í hag eins og þegar Krímskaga kjósendur kusu með meirihluta að vera innlimað í Rússland. En ef Úkraínukjósendur mundu kjósa að ganga í ESB og NATO, þá yrðu Rússarnir brjálaðir. Þetta er tviskinnungur.

Sama má segja að stjórnvöld USA eru með samskonar tvískinnung þegar að lýðræðinu kemur. Stundum hampa þeir úrslitum lýðræðislegra kosninga og stundum ekki. Eins og til dæmis Krímskagakosningaúrslitin, þá eru úrslitin ómerk að áliti yfirvalda USA, en ef Úkraína kysi að ganga í ESB og NATO, þá eru úrslit kosninga í hávegum höfð.

Nú er ég sjálfur ekki mikið samfylgjandi beinu lýðræði, en hallast frekar að fulltrúa lyðræði, en bæði þessi kerfi hafa stóra galla.

Vandamál við beint lýðræði er að mugæsingur gæti orðið til þess að gengið væri á réttindi minnihluta hópa.

Aðal vandamálið við fulltrúa lýðræðið er spilling, það sjáum við t.d. á Íslandi með 44% launahækkun, en fulltrúum finst ekki koma til greina að aðrir launþegar fái 44% kauphækkun.

Hér í USA t.d. þá koma fulltrúar á þing bláfátækar, en eftir örfá ár eru þeir marg milljónamæringar, nota ben í dollurum. Þar má nefna öldungardeildar þingmanninn Harrý Reid, kom inn á þing og átti ekki neitt, nú er hann margfaldur milljónamæringur. Hvernig er hægt að verða margfaldur miljonmæringur á launum þingmanns, það er stór ráðgáta.

En eins og ég benti á hér að ofan, þá var ég að benda á tvískinnung stjórnarvalda í USA og Rússa þegar þeir nota lýðræðið til að,afsaka það sem þeir eru að gera.

Og svona í lokin, heldur þú Borgþór að yfirvöld í USA mundu samþyggja það ef að kjósendur á Kúbu mundu í kosningum, leifa Rússum að setja upp kjarnorkusprengju eldflauga stöð á Kúbu? Ég held ekki.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.2.2017 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband