ESB verði Stór-Evrópa og bandalagsþjóðir

Til að bjarga Evrópusambandinu frá tortímingu þarf að kljúfa sambandið í tvo hluta. Stór-Evrópu annars vegar og hins vegar laustengdari bandalagsþjóðir. Guardian segir frá þessari tillögu sem er til umræðu meðal ráðandi afla í Brussel.

Stofnaðilar ESB, þ.e. Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Benelux-löndin, yrðu kjölfestan í Stór-Evrópu. Sameiginleg ríkisfjármál og hernaðarsamvinna yrðu hornsteinar samstarfsins.

Austur-Evrópuríki, t.d. Pólland, Ungverjaland og Eystrasaltsríkin, stæðu utan Stór-Evrópu og yrðu laustengd við stórríkið.

Tillaga um Stór-Evrópu sýnir klofninginn í ESB eftir úrsögn Breta. Sambandssinnar telja einu vonina að auka miðstýringuna til að forða ESB frá glötun. Andstæðingar stórríkis eru þvert á móti þeirrar sannfæringar að miðstýring sé rót þess vanda sem ESB glímir við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þarna kemur fram nákvæmlega sama viðhorfið og harðlínukommarnir i Sovet boðuðu þegar miðstýring Sovetsins geiguðu og áætlunarbuskapurinn stóðst ekki. Þá þurfti stærra og miðstýrðara USSR og enn var hert á ægivaldi miðstýringarinnar. Ekki frekar en leiðtogar ESB nú þá datt þeim aldrei til hugar að líta í eigin barm og skoða hvort eitthvað gæti verið bogið við kennisetningarnar

Gunnlaugur I., 14.2.2017 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband