RÚV hamlar þróun fjölmiðlunar

Fjölmiðlun er tvennt, fag og rekstur. Faglega stundar RÚV skotgrafafréttamennsku úr kalda stríðinu þar sem farið er í manninn en ekki málefni. RÚV stundar fréttamennsku í þágu vinstrimanna, eins og mýmörg dæmi sanna, sbr. ESB-áróðurinn og herferðina gegn Sigmundi Davíð.

Rekstrarfyrirkomulag RÚV er einnig ættað frá miðri síðustu öld. RÚV sætir ekki ábyrgð gagnvart almenningi, það er ekki hægt að segja upp nauðungaráskriftinni. RÚV fær peninga á færibandi úr ríkissjóði - alveg sama á hverju gengur.

Í stuttu máli: RÚV er íslenskri fjölmiðlaþróun til óþurftar.

 


mbl.is Fjölmiðlar vilja sjá breytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Um leið og ég þakka höfundi fyrir að koma í veg fyrir að starfólk RÚV; geti og megi tjá sig hér og annarsstaðar á vefnum, með fulltingi ráðherra þá er hollt og gott að geta bent á staðreyndarvillur höfundar, þá á hans huglæga mati á starfsemi RÚV

#1. Gott væri ef höfundur gæti komið með rök og tölfræði um meintan "ESB-áróðurinn". Ef rýnt er í tölur frá Fjölmiðlavaktina, nú Credit Info, þá má sjá að Fréttastofa RÚV flutti fleiri "neikvæðar" fréttir af málum ESB en "jákvæðar". En þetta veit höfundur. 

#2. Rekstarfyrirkomulag á RÚV er lögum samkvæmt, ef höfundi finnst yfir sig gengið, þá kýs hann þann flokk sem vill raunverulegar breytingar á starfsemi RÚV. Það er því miður verðandi örflokkur sem mun feta þann veg (lesist sem flugvallaframsóknarvinaflokkur Ízlands). Höfundur einfaldlega kýs þann smáflokk. Hinir flokkar hafa viljað hlustað á meirihluta þjóðar sem vill RÚV í óbreyttri mynd.

#3. RÚV er nauðsynlegur þáttur í menningastarfsmi þjóðar. Aðrir miðlar sinna þessum þætti ekki en þetta veit höfundur.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 23.8.2016 kl. 12:25

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi mantra Sigfúsar Ómars um að starfsmenn ríkismiðilsins megi/geti ekki tjáð sig er eins og hvert annað rugl. Á hverjum degi eru þessir starfsmenn að viðra sínar pólitísku skoðanir í flestum fréttatímum og í ótal öðrum dagskrárliðum. Með því senda þeir hinum borgandi almenningi fingurinn og brjota um leið sínar eigin siðareglur.

Við megum vera þakklát Páli fyrir hans óþrjótandi elju við að halda þessum staðreyndum á lofti.   

Ragnhildur Kolka, 23.8.2016 kl. 13:20

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Frú Kolka, þú greinilega þekkir ekki vel til mála. Það liggur fyrir siðareglur, þá aðeins fyrir þessa starfsmenn opinbers hlutafélags, RÚV um að þeir og þeir einir skulu ekki tjá sínar skoðanir um dagleg mál á netmiðlum. Hitt sem þú heldur fram er náttúrlega kjaftæði og án raka, bara hlutdræg skoðun einnar af vinkonum helstu innviðum annars stjórnarflokksins. Við skulum samt þakka höfundi fyrir að hafa náð árangri og þá eyrum menntamálaráðherra og þá líka stjórnarformanni RÚV með téða þöggun starfsmanna RÚV.

Sumir sem styðja núverandi ríkisstjórn virðast bara ekki átta sig á því að RÚV er ekki lengur þannig stöð og starfsmenn, að þeir sitji og standi eftir því hvað ríkisstjórnin vill, líkt og var hér þegar annar stjórnarflokkurinn "átti" embætti Útvarpsstjóra. Sumir lifa í fortíðinni. Ég kýs að búa í framtíðinni.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 23.8.2016 kl. 14:00

4 Smámynd: Elle_

Sigfús, þú varst að dæma Ragnhildi fyrir það eitt að vera í eða styðja meintan ríkisstjórnarflokk.  Kom það málinu við?  Líka ýjaðir þú að því beint og óbeint að Páll eða Ragnhildur lifi í fortíðinni. 

Fyrir það fyrsta er ekkert rangt við að tala um gömul mál og oft alveg nauðsynlegt, en voru þau ekki að tala um núverandi RUV?  Ef ekki má tala um fortíðina, hví kemurðu aftur og aftur með nákvæmlega sömu setninguna?

Elle_, 23.8.2016 kl. 14:31

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er gríðarlega mikið af vitleysisgangi á rúv; 

það vantar HEIMSPEKI-ÞÁTT inn í rúv sjónvarp sem að skoðaði allkyns mál í ró og næði með okkar fremstu spekingum með góðum skýringarmyndium en ekki í gengum fíflalæti.

Jón Þórhallsson, 23.8.2016 kl. 15:33

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér þykir þú taka upp í þig Sigfús Ómar, að segja að ég þekki ekki til mála. Ég er í nauðungaráskrift að ríkismiðlinum og neyðist til að fylgjast með því sem fra honum kemur. Þar af leiðandi hef ég núorðið nokkuð skýra sýn á sjónarhorn samfylkingarfólks á tilveruna. Sem betur fer hefur netið gert okkur kleift að fylgjast með því sem er að gerast úti í heimi án þess að þurfa að sitja undir hinu þrönga sjónarhorni sem ríkismiðillinn hamrar á. Ég fylgist því vel með hvað er að gerast beggja vegna Atlandsála og þarf ekki neinn Samfylkingarblesa til að tala niður til mín.

Hlutverk ríkismiðilsins er að standa vörð um hlutleysi og miðla menningu þjóðarinnar. Hvorugu verkefninu er sinnt sem skyldi.

Ragnhildur Kolka, 23.8.2016 kl. 18:40

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Já, hér sé stuð. Frú Kolka kallar suma hér "Samfylkingarblesa" Gott væri að vita um hvern sé rætt. Eins talar sama Kolka um að "hafi skýra sín". Samt virðist hún ekki vita af settum siðareglum sem stjórn RÚV; undir styrkri stjórn Flugvallavina, að banna starfsmönnum þar að tjá sig á samfélagsmiðlum. En sumir mega greinlega taka stórt upp í sig, jafnvel fíla það. Svo upplýsir sama Kolka að hún horfi stöðugt á RÚV til að "fylgjast með því sem þaðan kemur". Segir svo að það að RÚV sé ekki að sinna menningarlegu hlutverki sínu, kýs svo í þokkabót að smyrja alla starfsmenn sem "samfylkingarmenn". Það væri eins og einn myndi segja allar gamlar kellingar sem hér pára drykkfelda einstæðinga. En svoleiðis geri ég ekki. Frú Kolka má veifa sínum Valhallarvendi, líkt og ein frækna gerði í bæ kenndum við kardimommudropa. Ég bendi bara á snilldarmannlífsþætti á Rás 1, þættina hennar Sigurlaugar, flottir sagnaþættir, Á sagnaslóð, viðtals- og menningarþættir um landsmen, frábær tónlistarstuðningur við tónlistarmenn sem eru að koma "úr skúrnum". Allt þetta sem ég tel upp er ekki og verður ekki í boði hjá einkaðilum, hversu háan vita Frú Kolka telur sig vera í, lítandi til beggja vegna Atlantshafsins. Man þá skyndilega hvað Svavar Gests kallaði Jóhann Svarfdæling hér um árið þegar þeir ræddu vita. Best að hafa það ekki eftir hér. Frú Kolka, þinn flokkur, þínir menn eru búnir að stýra þessu apparati síðan 1990, að undanskyldum 4 árum. Ef RÚV er svona vont, og því gert að starfa samkvæmt lögum, búin til á Alþingi, sem jú þínir menn eru búnir að stýra að megningu til síðan 1944, hvað segir það þá um þinn flokk ? Gott samt hjá þér að horfa stöðugt á RÚV. Þá eigum við það sameiginlegt, líklega það eina, að njóta RÚV til hins ýtrasta, þú fílar það ekki, meira svona gott/vont, á meðan ég fíla það í botn.  Áfram RÚV. Sjáumst svo í prófkjörinu hjá "flokknum" í haust. Ég mæti og geri mitt þar. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 23.8.2016 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband