Vinstriflokkarnir gera ESB-aðild að baráttumáli

Vinstriflokkarnir ætla að endurtaka leikinn frá kjörtímabilinu 2009-2913 þegar lá við að Íslandi yrði þröngað ínn í Evrópusambandið. Aðeins með allsherjarútboði á mið- og hægrivæng stjórnmálanna tókst að koma í veg fyrir að Ísland yrði hjálenda ESB.

Viðreisn, gamla samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins, er gengin í lið með vinstriflokkunum. Það stóreykur líkurnar á því að meirihluti verði á alþing eftir næstu kosningar, hvenær sem þær annars verða, fyrir ESB-aðild.

Vinstriflokkarnir lærðu ekkert af misheppnaðri ESB-umsókn Jóhönnustjórnarinnar og þeir lærðu ekkert af útgöngu Breta úr ESB, Brexit. Verkefni fullveldissinna fyrir næstu kosningar er skýrt: að koma í veg fyrir ESB-meirihluta á alþingi.


mbl.is Kjósa um ESB við upphaf samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rétt Páll, vinstriflokkar hafa ekkert lært af gríska harmleiknum eða Brexit, sem segir bara að ESB er nær því að vera trúarbrögð en pólitísk sýn.

Ragnhildur Kolka, 7.8.2016 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband