Vinstrimenn stefna í tap vorið 2017

Vinstrimenn tala sig í stöðu hornkerlingar í stjórnmálum. Þeir sæta færis að hrinda frá sér kjósendum sem ekki samsama sig við 101-rétttrúnað í miðborg Reykjavíkur.

Nýjasta dæmið er búvörusamningurinn. Viðskiptablaðið vekur athygli á því að vinstrimenn sæta færis að lemja á bændum og tala um bændalaun eins og það sé ölmusa. Þegar listamannalaun eru til umræðu standa vinstrimenn grjótharðir á því að aðeins menningarfjandsamlegt fólk amist við þeim. Samkvæmt sömu rökum eru vinstrimenn landsbyggðarfjandsamlegir.

Í þingkosningunum vorið 2017 verður kosið um tvær útgáfur af pólitík í tveim afgerandi málaflokkum. Útgáfurnar eru vinstri og hægri. Málaflokkarnir eru efnahagsmál annars vegar og hins vegar félags- og menningarmál í breiðum skilningi.

Vinstrimenn eru í pólitísku talsambandi við um þriðjung kjósenda. Ólíklegt er að það breytist á þeim 15 mánuðum sem eru til kosninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem mér finnst kostulegast við lýðskrum vinstrimanna að þeir fara að þvarga um útgjaldaliði eftir að búið er að samþykkja og loka fjárlögum. ekki heyrðist umkvörtunarorð um þessa liði í umræðum um fjárlög. Hvort sem það er búvörusamningur eða hola íslenskra fræða, þá er búið að samþykkja þetta fyrir löngu. Málefnaþurrðin virðist alger.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.2.2016 kl. 23:00

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er svipað og hægri flokkarnir Sjallar + Framsókn ca 30 % hjá þeim.. 

Glæti verið lýðskrum og kosningaloforðasvik sem valda því Jón Steinar ?

Jón Ingi Cæsarsson, 1.3.2016 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband