Bandaríkin og Rússland hóta að kljúfa Sýrland

Pútin forseti ákvað að styrkja Assad Sýrlandsforseta í baráttunni gegn uppreisnarmönnum, sem að hluta til eru á snærum vesturveldanna. Mest fer fyrir fréttum af rússneskum loftárásum en Reuters staðfesti fyrir hálfum öðrum mánuði að rússneskir hermenn berjist á jörðu niðri við hlið hermanna Sýrlandsstjórnar.

Viðbrögð vestrænna ríkja voru að spá Rússum afgönsku afhroði í Sýrlandi. Ef slíkir spádómar væru á rökum reistir myndu vesturveldin halda að sér höndum og leyfa Rússum að sökkva í kviksyndið.

Ákvörðun Bandaríkjanna að senda sérsveitir til Sýrlands er tekin vegna þess að Rússum hefur orðið ágengt. Bandaríkjamenn óttast að Rússar munu deila og drottna yfir Sýrlandi, fari fram sem horfir.

Bandarísku sérsveitirnar verða með bækistöðvar á svæði sem Kúrdar stjórna, samkvæmt New York Times. Í því felst pólitísk stuðningsyfirlýsing við málstað Kúrda sem vilja stofna ríki úr Kúrdahéruðum í Sýrlandi, Írak, íran og Tyrklandi.

Tyrkir eru sjálfsagt ekki hrifnir af stuðningi Bandaríkjanna við Kúrda enda löng saga tortryggni á milli Kúrda og Tyrkja með vopnuðum átökum. Tyrkir eru helstu bandamenn Bandaríkjanna í þessum heimshluta.

Sýrlandsdeilan er bæði fjölþjóðleg og margra þátta. Meiri líkur en minni eru á því að hún dragist á langinn.


mbl.is Sérsveitarmenn sendir til Sýrlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í mínum augum, er það mun mikilvægara að horfa á að Rússar hafa bókstaflega "lokið" þessu á hálfum öðrum mánuði.  Og það með einungis handfylli af vopnum og hermönnum, í bókstaflegri merkingu.  Bandaríkjamenn ættu að hafa þetta í huga, og reyna að gera sér grein fyrir hvað þeir væru færir um ... ef þeir virkilega beittu sér fyrir því.

Rússar hafa með þessu sýnt, svo ekki verði um villst, að undanfarinn 4 og hálft ár, og sá líðan sem fólk í miðausturlöndum hefur þurft að vera fyrir, er af völdum Bandaríkjanna og handbendi þeirra.

Kaninn er ekki lengur það sem hann áður var, hann hefur breitst í sína eigin andstæðu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.10.2015 kl. 23:45

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bjarne,fyrir mér er solítið skondið að taka þátt í umræðu um hverjir bera ábyrgð á líðan fólks í Sýrlandi.Vegna þess að Það er enginn möguleiki að greina hverjir bera ábyrgð aðrir en stríðandi fylkingar.- Það sem áður var getur spannað yfir tugi ára,allt frá því að þessi stórveldi stóðu saman í baráttu við Nasista og Fasista í Evrópu og fögnuðu sigri,en byrjuðu svo jafnharðan að keppast um áhrif hér og þar í álfunum,að ég minnist ekki á tilraunir með kjarnorku og vetnisvopn.--Greinilegt að þú telur Rússa hæfari í landhernaði,ég vildi óska að enginn þyrfti að sanna neitt í þeim efnum,en því miður það eru alltaf vopnin sem tala.- það er svo fyrir mannfræðinga að glíma við breitingar á manninum sem lífveru.. --  

Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2015 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband