Eftirhrunið og samkeppni öfganna

Vinstrimenn gera Seðlabanka Íslands undir forystu Davíðs Oddssonar ábyrgan fyrir hruninu. Ekkert er fjarri sanni - Davíð varaði við útþenslu bankakerfisins en reyndi að bjarga því þegar það var komið að fótum fram enda er það hlutverk seðlabanka.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. lagði sig í líma að festa hrunið á Davíð, m.a. með aðför að seðlabankastjórunum þrem.

Öfgar geta af sér öfgar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson talaði í áratugi fyrir þeirri hugmyndafræði sem var forsenda útrásar og þar með hruns -  frjálshyggjunni. Núna stýrir Hannes rannsókn á göllum þeirrar hugmyndafræði sem hann mæri enn. 

Samkeppni öfganna lætur ekki að sér hæða.

 

 

 

 


mbl.is Hannes metur áhrifaþætti hrunsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er rétt að Davíð hefur sagt frá því að hann hafi reynt að halda í hemilinn á Björgólfunum í einkasamtölum og varaði þannig við stöðunni.  En opinberlaga gerði hann annað eins og reyndar allir stjórnendur landsins þá, og það er opinber staðreynd að hann virti boð um aðstoð erlendra bankastjóra ekki viðlits og Seðlabankinn undir hans stjórn auglýsti vorið 2008 að bankarnir hefðu staðist álagspróf.

Síðar hefur komið í ljós að þá voru liðnir 18 mánuðir frá því að bankakerfið riðaði til falls.

Davíð hafnaði því algerlega við Hrunið að AGS kæmi nálægt endureisninni og gaf í skyn að Rússar myndu koma okkur til hjálpar.

En ábyrgðin á Hruninu var  að sjálfsögðu ekki hans eins heldur margra annarra þótt enginn einn vilji viðurkenna að bera neina ábyrgð.  

Ómar Ragnarsson, 8.7.2014 kl. 11:58

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar.

Lestu rannsóknarskýsrlu Alþingis. Þar kemur berlega í ljós að Seðlabankastjórar áttu fund í febrúar 2008 með ríkisstjórninni þar sem forsætis- og utanríkisráðherra sátu að minnsta kosti. Þar var varað við því að bankahrun yrði á næstu mánuðum, aldrei síðar en í október 2008.

Ræikisstjórnn kallaði á alla viðskiptabankana á sinn fund strax í kjölfarið. Þeir mættu með endurskoðendur sína og hlógu góðlátega að seðlabankastjórunum og sýndu „endurskoðað“ bókhaldið því til sönnunar að ekkert væri að óttast. Því gerði ríkisstjórnin ekki neinar ráðstafanir.

Þegar það kom í ljós að ríkisstjórnin myndi ekki bregðast við, setti Davíð á fót yfir 40 manna starfshóp sérfræðinga innan Seðlabankans til að undirbúa hrunið sem bankinn hafði varað við. Hefði Davíð ekki gert þetta þá hefðu íslensk fyrirtæki eða ríkisstjórn eftir 8. október ekki getað fengið greitt fyrir vörur sem seldar voru til erlendra birgja frá ÍSlandi, né heldur fengið innflutt eldsneyti, lyf né nokkuð annað frá útlöndum, sérstaklega ekki eftir að bretar settu Ísland á lista alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka.

Menn ættu nú frekar að þakka Davíð og hinum tveimur seðlabankastjórunum en að hamast á þennan ósvífna hátt á þeim gegn því sem raunverulega er rétt.

Þú manst það vonandi sem Ari Þorgilsson kenndi okkur fyrir margt löngu að við skyldum hafa frekar það sem sannara reynist.

Þá varaði Cavíð við þessu óbeint með því sem Guðmundur kaffihúsaspekingur og hagfræðingur sagði í DV að hann hefði aldrei heyrt aðra eins vitleysu og bjargrúnakenningu seðlabankastjórans um leið og hann hló góðlátlega þannig að bæði vömb hans og undirhaka dúuðu í takt við hlátur hagfræðingsins. Davíð hafði við þetta tækifæri, eðaum sumarið 2007, varað aðspurður við þeirri ofsalegu og óvarkáru útlánastefnu bankanna og við værum komin á bjargbrúnina. Þetta var í kjölfar frétta um geysileg innkaup almennings út á krít um sumarið þega Toys'r us opnaði verslun sína sumarið 2007 á Smáratorgi.

Í frétt hefur DV, sjá á slóðinni : https://www.dv.is/frettir/2007/11/17/bjargbrunarkenning-sedlabankastjora-slegin-af/ eftir Guðmundi : „.....að þjóðin væri á bjargbrúninni vega skuldasöfnunar fyrirtækja og einstaklinga erlendis. "Þetta er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér.......Það var í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartaði yfir því um daginn að almenningur keypti leikföng," segir Guðmundur.“

Sama sagði reyndar Geir H Haarde opinberlega við bankakerfið í desember sama ár.

Það mega bankarnir þó eiga að þeir hægðu eitthvað á gengdarlausu lánsfjárútflæði sínu þegar Davíð ræddi að þeir væru á bjargbrúninni, og enn meira þegar Geir talaði um þetta fyrir jólin 2007, en þó ekki til útrásarvina sinna eins og sjá má í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem og má sjá í fréttum af ýmsum dómsmálum Óla spes undanfarið.

Ég held við verðum að taka undir það sem Stormskerið sagði í bloggi sínu sem og í Morgunblaðsgrein : „Auðvitað hefur Dabbi gert einhver mistök í gegnum tíðina, enda mannlegur einsog við hin, en við ættum eingöngu að kenna honum um það sem raunverulega er honum að kenna, einsog t.d. morðið á Kennedy og heimsstyrjöldina síðari, - en ekki ALLT.“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.7.2014 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband