Nýr hægriflokkur úr 40% í 20% á tíu dögum

Fyrir tíu dögum mældist flokkur Benedikts, Þorsteins P. og Sveins Andra með 40% fylgi. Að tapa tveim prósentustigum á dag er nokkuð vel af sér vikið, einkum þegar haft er í huga að eina pólitíska markmið nýja flokksins er að koma Íslandi í Evrópusambandið.

Ekki er líklegt að almenningur skipti hratt um skoðun á því hvort Ísland skuli inn í ESB eða ekki.

Eina skýringin á stórkostlegu liðhlaupi í stuðningi við hægriflokkinn nýja er að fólk sá framan í smettið á þeim sem standa að flokksbröltinu.


mbl.is Nýr flokkur nyti 20% stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll - líka sem og aðrir gestir þínir !

Að nefna þetta miðju- moðs lið (hér að ofan) til Hægri / er eins og hver önnur móðgun við okkur RAUNVERULEGA Hægri menn Páll minn.

Ekki svo beysin - þessar ''lýðræðis'' bullur hvítflibba- og blúndukerlinga / ágæti síðuhafi og aðrir lesendur og skrifarar - svo sem.

Með beztu Falangista kveðjum - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.4.2014 kl. 11:26

2 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Þetta er fínt.  Með sama áframhaldi verður þessi einsmálsflokkur kominn undir léttvínsfylgi eftir aðra tíu daga.  Bjórfylgi síðan tíu dögum síðar.  Svo má ekki gleyma því, að hægt er að búa til fylgi úr engu í skoðanakönnunum.  Til að mynda með því að hafa spurningarnar nógu óskírar og almennar (t.d. myndirðu geta hugsað þér að verzla í Bónus?).

Kristján Þorgeir Magnússon, 12.4.2014 kl. 12:56

3 Smámynd: Bjarni Jons

"Tæp 40% (38,1%) þeirra sem tóku þátt í nýrri könnun MMR segja að það komi til greina að kjósa nýtt framboð hægrimanna,"

vs.

"kemur fram að 21,5% aðspurða telja það líklegt eða öruggt að þeir myndu kjósa Evrópusinnaðan flokk hægra megin "

Þetta er ekki sama spurningin sjáðu til...

Bjarni Jons, 12.4.2014 kl. 13:09

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er í raun sama niðurstaða. Núna segja um 60% að ólíklegt sé að þeir myndu kjósa nýja flokkinn. Þ.a.l. um 40 að það komi til greina.

En hitt er svo sem annað mál og verður að geta þess sem vel er gert, að heimssýn og andsinnar eiga alveg heiður skilið fyrir að vinna ötullega að því að kljúfa Sjallaflokk. Heiður skilið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2014 kl. 13:36

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. almennt u þetta efni, stofnun nýs hægriflokks - að þá nefnilega gæti alveg verið tækifæri eða landslag fyrir slíkt núna.

Það hefur aveg verið tilhneyging undanfarin misseri og ár í þá átt að fólk er ekki eins bundið við sína flokka eins og áður var.

Það sést bæði í sveitastjórnarkosningum og alþingiskosningum.

Það er í merkilegt að ekki skuli hafa mun fyrr hafa komið hreifing í þá átt að stofna nýjan hægriflokk. Vegna þess hvernig Sjallaflokkur hefur þróast sífellt meir til hægri og hefur sest sig í allskyns tiktúrum og fortíðarsvöðum. Flokkurinn hefur ekki lengur þetta ,,frjálslega yfirbragð" sem stundum setti að hluta til svip á hann fyrr á tímum allavega fyrir kosningar. Mörgum sem samt hafa haldið tryggð við Flokkinn hafa kosið hann með óbragð í munni, má segja.

þessvegna kemur ekki á óvart að um 26% sem kusu sjallaflokk síðast ætlað kjósa nýja flokkinn.

Það sem kemur á óvart er að um 15 sem kusu framsókn síðast ætla að kjósa nýja flokkinn.

Ef þetta mundi ganga eftir sirka, sem er náttúrulega alls óvíst, - þá gætum við verið að horfa uppá allt öðruvísi landslag í íslenskri flokkapólitík. þ.e. 6,7 eða 8 flokkar með um 10-20% fylgi hver.

Hitt er jafnljóst að nýji hægriflokkurinn verður að vanda sig á upphafsstigum. þetta verður erfitt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2014 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband