Afturköllun með eða án þingvilja

Ísland er sem stendur umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. Við það verður ekki unað enda kaus þjóðin sér við síðustu kosningar meirihluta sem er andvígur aðild að ESB.

Á síðasta kjörtímabili veitti þingið utanríkisráðherra heimild til að sækja um aðild að ESB. Eðlilegt er að þingið afturkalli þá heimild, í samræmi við þjóðarviljann eins og hann birtist í síðustu þingkosningum.

Ef alþingi lamast í þessu máli og meirihlutavilji þings og þjóðar nær ekki fram að ganga þá getur ríkisstjórnin afturkallað ESB-umsóknina án atbeina alþingis.

Samskipti Íslands við Evrópusambandið fara í gegnum stjórnarráðið en ekki alþingi. Mestu skiptir að Ísland sé með formlegum hætti dregið úr aðlögunarferlinu sem hófst 16. júlí 2009 - án þess að raunverulegur vilji hafi verið til þess að Ísland yrði aðildarríki ESB, hvorki á alþingi né meðal þjóðarinnar.

 


mbl.is Eiga ekki að hreyfa við ESB-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Það er of mikill tími sem fer til einskis á þingi um þetta esb kjaftæði taka þarf þetta af dagsskrá og frista eða að Ríkisstjórnin hreinlega stlítur þessari esb nauð sem vg og Samfilkingin settu á án þess að þjáðin fengi að segja já eða nei og fyrir þjóðina er best að slíta þessari nauð strax....

Jón Sveinsson, 16.3.2014 kl. 10:04

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óttaleg þvæla er þetta..þér er sama um þjóðarvilja eins og stjórnarherrunum enda eru þeir komnir út í mýri og fastir þar.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.3.2014 kl. 11:16

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Meirihluti þjóðarinnar vill klára samninginn!!!!!!

Sleggjan og Hvellurinn, 16.3.2014 kl. 12:23

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Umsóknin verður afturkölluð mér segir svo hugur að margir Vg.liðar verði fegnir þeim málalokum,enda hvílir á nokkrum þeirra skömm fyrir að kjósa gegn yfirlýstri skoðun sinni.

Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2014 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband