Fækkar á Austurvelli; vinstriþingmenn fara á taugum

Á þriðja degi mótmæla á Austurvelli mættu um þúsund manns, vel innan við þriðjungur þess fjölda sem lét sjá sig á mánudag. Múgurinn á Austurvelli er andlegt eldsneyti þingmanna Samfylkingar og VG sem halda uppi málþófi á alþingi.

Þegar mótmælendum fækkar bresta taugar þingmanna með lélegasta málstaðinn fyrst. Og þess vegna hlaut það að koma í hlut samfylkingarþingmanns að lítillækka sjálfan sig með óhæfu orðbragði.

Þingmenn VG og Samfylkingar telja að svívirðingar séu besta leiðin til að viðhalda áhuga fólks á ESB-umsókn síðustu ríkisstjórnar. Og það segir nokkra sögu um málatilbúnaðinn í öndverðu.


mbl.is Kallaði ráðherra „helvítis dóna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Áköfust er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,að minna á mótmælahópinn í hvert sinn sem hún stígur í pontu. Einnig er stj.andstöðu tíðrætt um þann fjöld sem hefur skrifað undir að áframhald umsóknar í Esb verði haldið áfram. Það kemur ekkert á óvart þótt RÚV, og þing fréttakonan Jóhönna Vigdís nefni að 30þús+manns hafi skrifað undir. þegar ég las hana fyrst fylgdi með ,að um væri að ræða tvo undirskriftalista og laumað með að ekki væri útilokað að einhverjir hefðu skráð sig tvisvar. Enn þá er skrifstofa/sendiráð Esb hér í höfuðborginni og kæmi mér ekki á óvart að þeir úthluti IPA styrkjum tiil að styrkja uppákomuna.

Helga Kristjánsdóttir, 26.2.2014 kl. 20:31

2 Smámynd: Filippus Jóhannsson

Allavega hefur Samfylkingin og Vinstri Græn þarn hönd í bagga.

Filippus Jóhannsson, 26.2.2014 kl. 21:01

3 identicon

Ég átti leið um Austurvöll kl. 17.00 í dag með kunningja mínum sem áætlaði fjöldan í kring um 5-600. Ég áætlaði hann u.þ.b RÚV-1000.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 21:04

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fyrst ég er hér enn og uppfull af fróðleik úr þingsölum,(t.d. er sífelld skothríð á kaupfélag Skagfirðinga) ,þá hefði ég átt að orða ummæli mín um undirskriftalista á vegum Esb sinna þannig,að einhverjir gætu hafa skrifað á báða listana. Ég hef verið að giska á hvaða fyrsta frétt verður hjá RÚV í kvöldfréttum.- Passaði hjá mér í gær,,allt á uppleið í Grikklandi,hagvöxtur í suður fylkjunum.

Helga Kristjánsdóttir, 27.2.2014 kl. 02:15

5 Smámynd: Einar Karl

Ég er upphafsmaður fyrri undirskriftasöfnunarinnar og ég hef einmitt hvatt alla sem hafa undirritað þá áskorun um að rita nafnið sitt líka á þá síðari. Það er alls ekkert óeðlilegt við það, enda er þetta sitt hvor söfnunin og fóru af stað nánast samtímis af því fleiri hugsuðu sömu hugsun.

Undirskriftir eru nú 36.601 á þjóð.is.

Einar Karl, 27.2.2014 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband