Morgunblaðið endureist; aðrir fjölmiðlar í eymdinni

RÚV er rjúkandi rúst faglega og fjárhagslega. Fréttablaðið er auglýsingabæklingur með textabrotum og afgangurinn af 365 miðlum tapar áskrifendum til netsjónvarpsstöðva. Morgunblaðið, á hinn bóginn, byggir á lesmáli frétta, mannlífsefnis, greina, fréttaskýringa og síðast en ekki síst traustu sambandi við áskrifendur.

Morgunblaðið varð fljótalega eftir stofnun, fyrir einni öld, blað kaupmanna í Reykjavík. Blaðið var hryggstykki borgaralegrar menningar og fylgdi Íslendingum, nánast í bókstaflegum skilningi, úr torfkofum í upphitað húsnæði í þéttbýli. Á lýðveldisárunum varð Morgunblaðið þjóðarblað.

Hundrað árum síðar reyndu aðrir kaupmenn í Reykjavík að koma Morgunblaðinu fyrir kattarnef. Baugsveldið kippti markaðslögmálunum úr sambandi með því að dreifa Fréttablaðinu ókeypis í hvert hús og láta fákeppnisverslunina standa undir útgerðinni. Fjölskyldurnar sem áttu Morgunblaðið til áratuga misstu það í hendur auðmannsins Björgólfs Guðmundssonar.

Eftir hrun var tvísýnt með Morgunblaðið. Nýir eigendur fundu þó furðufljótt gömlu uppskriftina að velgengni blaðsins. traustar fréttir, fjölbreytt lesmál og staðföst leiðaraskrif. 

Það er við hæfi að endurreist Morgunblað fari hringferð um landið í tilefni aldarafmælisins. Undirstaða borgaralegrar menningar á Íslandi er landsbyggðin - þótt margir vilja gleyma því.


mbl.is Líf og starf í 550 fréttum á 100 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að 5 milljarða afskriftir skulda á kostnað almennings hafi ekki verið í gömlu uppskrift Moggans. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.11.2013 kl. 15:00

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þær afskriftir koma núverandi eigendum ekkert við, Axel. Þeir keyptu blaðið og tóku það aftur á þann stað sem það á heima  á. Á toppnum.

Ragnhildur Kolka, 30.11.2013 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband