Samstaða um RÚV brast á vakt Páls

Lengi vel var breið pólitísk samstaða um RÚV, sem áður hét Ríkisútvarpið. Á útvarpsstjóravakt Páls Magnússonar brast þessi samstaða. Stjórnunarstíll Páls er hrokafullur og hann smitaði fréttastofu RÚV sem beit af sér velunnara samfélagsútvarps.

Á seinni árum tileinkar RÚV sér aðgerðafréttamennsku sem grefur undan almennu trausti á stofnuninni. Aðgerðafréttamennskan birtist bæði í smáu, t.d. áhlaupi á landsliðsfyrirliða Íslands fyrir ári vegna ummæla um Albana, og í stóru svo sem skefjalausri hlutdrægni í stærsta álitamáli seinni tíma stjórnmálasögu - afstöðunni til aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Undir stjórn Páls Magnússonar grefur RÚV sér gröf. Og er enn að.


mbl.is Vísaði ábyrgðinni á ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég man ekki betur en að Matkús Örn Antonsson,hafi oft fengið óvægna dóma fyrir störf sín sem útvarpsstjóri. Það hefur tíðkast lengi að þrátta um efni sjónvarps,en eftir hrun var dofinn almúginn í einskonar ,coma, bíðandi eftir góðum fréttum. Það voru þá fréttirnar,, Íslendingar góðir,nú skulið þið verða Evrópubúar,með nýja mynt,Evru... Fréttablaðið,stöð2,Rúv. og allar rásir þess,dældu yfir okkur áróðri sínum,Esb,sinnar voru nær daglegir gestir þeirra. Biðu þeir stjórnarandstæðingi,var hann vandlega valinn með hliðsjón af reynsluleysi,sem hreyfðu engum mótmælum þótt gripið væri framí. Öflugastir miðla sem börðust fyrir þjóð sína var Mogginn,með sitt afbragðs stílvopn. Við erum ekki hætt og getum allt eins myndað meðmælahóp á Austurvelli.

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2013 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband