ESB fær þróunaraðstoð frá Íslandi

Ísland borgar í þróunarsjóð sem fjármagnar verkefni í fátækari hluta Evrópusambandsins. Að meðaltali er Evrópusambandið fátækari en Ísland enda myndum við borga með okkur, meira en 15 milljarða króna árlega.

Það skýtur skökku við að helsti áróður ESB-sinna á Íslandi er að við myndum ,,græða" á aðild þegar fyrir liggur að Ísland muni greiða með sér til sambandsins.

Einstaka Íslendingar, t.d. ýmsir sérfræðingar sem núna vinna hjá ríkinu og hagsmunasamtökum, myndu eiga kost á starfi í Brussel ef kæmi til aðildar. Og það skýrir áhuga margra að Ísland verði aðili að ESB. Lengi lifi sérgæskan.


mbl.is Þróunarsjóður EFTA til Rúmeníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæll;

Skondið að spá í þessa fullyrðingu hjá ESB sinnum, kanski þeir hafi rétt fyrir sér.

Ef við skoðum það að við þurfum sjálfsagt í byrjun að greiða með okkur meir en 15 milljarða árlega, gerum svo ráð fyrir að hér sé vinstristjórn, lík þeirri sem blessunarlega var kosin burt. Hvað hledur þú að við þurfum að borga lengi 15milljarða þar til ríkisstjórnin væri komin með landið í þrot?

Þarna kæmi svo gróðinn, enda vinstri menn í mínum huga snillingar í að kasta krónunni fyrir eyrinn.

Hugsanlega þegar þetta væri orðið þá verðum við á pari við Grikkina þegar verst lét hjá þeim í ESB samstarfinu, jafnvel ver settir.

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 27.11.2013 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband