Rétt hjá Ögmundi, rangt hjá Hönnu Birnu

Ögmundur Jónasson þáverandi innanríkisráðherra var í fullum rétti að setja reglugerð sem takmarkaði kaup útlendinga á fasteignum. Hanna Birna Kristjánsdóttir sitjandi innanríkisráðherra nam úr gildi reglugerð Ögmundar með afar fátæklegum rökum, svo ekki sé meira sagt.

Þegar fyrir liggur að lögin standa með reglugerð Ögmundar ætti Hanna Birna að sjá að sér og vekja reglugerðina til lífs á ný.

Þrátt fyrir áskoranir hefur Hanna Birna ekki komið með haldbær rök fyrir stjórnsýslu sinni í þessu máli. Einhver þarf að minna ráðherrann unga á að ráðherradómur er ekki í þágu vina og vandamanna heldur almennings.


mbl.is Má setja skilyrði fyrir jarðakaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sammála. Hvað næst? Að nema úr gildi lög um að útendingar megi ekki eignast meira en 49% í íslenskum fyrirtækjum? Eru þau ekki líka "á gráu svæði"?

Danir, Ungverjar og Svíar, allt ESB-þjóðir hafa ákvæði um bann við eign útlendinga á sumarhúsum og jörðum. Ef það var á svona rosalega "gráu svæði", af hverju gekk það í gegn?

Ómar Ragnarsson, 8.8.2013 kl. 17:48

2 identicon

Hanna Birna tilheyrir þeim armi xD flokksins sem kennir sig hvað mest við frjálshyggju en þar sem einna minnst er að finna af frjálshyggjunni þegar litið er aðeins undir yfirborðið, sem því miður mjög fáir Íslendingar nenna að gera. Upp snýr niður, hægri er vinstri og lygar eru sannleikur hjá slíku fólki og er blekkingum ítrekað beitt sem standast yfirleitt ekki nánari skoðun. Sama tegund af fólki og kom okkur í hrunið á sínum tíma.

Flowell (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband