Minnihlutaræði vinstriflokkanna

Vinstriflokkarnir eru í minnihluta á alþingi og þeir eru í minnihluta meðal þjóðarinnar. Sérstaklega hönnuð þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur vinstriflokkanna að nýrri stjórnarskrá var beinlínis gerð til þess að slá pólitískar keilur en ekki leiða fram þjóðarvilja.

Meðal þjóðarinnar almennt er engin hreyfing í átt að nýrri stjórnarskrá. Örlítill minnihlutahópur í kringum stjórnlagaráð vinstriflokkanna er áhugasamur um að kollsteypa stjórnskipun landsins.

Hættulegt fordæmi er sett ef minnihlutahópi í samfélaginu tekst að keyra í gegnum alþingi nýja stjórnarskrá.


mbl.is Rangt að þjóðarvilji hafi birst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugasamir um nýja stjórnarskrá, 20-30% þjóðarinnar.

Áhugasamir um ESB, 20-30% þjóðarinnar.

Áhugasamir um evru, 20-30% þjóðarinnar.

Áhugasamir um greiðslu á Icesave, 20-30% þjóðarinnar.

Jafnaðarmenn á Íslandi, 20-30% þjóðarinnar.

Einfalt mál, 20-30% þjóðarinnar reyna trekk í trekk, að nauðga í gegn málum, sem meirihluti þjóðarinnar er andvígur, með tilvísun í þjóðarvilja.

Jafnaðarmenn mega gjarnan muna, að nauðgun er glæpur.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 08:39

2 identicon

Í síðustu forsetakosningum 2012 voru 235.495 á kjörskrá og kjörsókn var 69,32%.

Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 84.036 atkvæði þeas 35,68% íslendinga á kjörskrá kusu hann eða 52,78% þeirra er greiddu atkvæði. 47,22% greiddu öðrum en Ólafi atkvæði sitt.

ÓRG er með tæplega 1/3 atkvæða á bak við sig og rétt meira en helming greiddra atkvæða.

Gunnr (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 11:16

3 identicon

Síðustu Alþingiskosningar voru haldnar 25. apríl 2009.Á kjörskrá voru 227.896 kjósendur

Framsóknarflokkurinn fékk 27.699 atkvæði

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 44.369 atkvæði

Samfylkingin fékk 55.758 atkvæði

Vinstri Grænir fengu 40.580 atkæði

Það kusu 115.814 um íslensku stjórnarskránna 2012, þó að andstæðingar reyndu að gera lítið úr þessu, auk þess sem ekki allir hafa áhuga og andstæðingar ekki mætt.

Gunnr (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 11:31

4 Smámynd: Elle_

Jafnaðarmenn mega gjarnan muna, að nauðgun er glæpur.

Hinir svokölluðu jafnaðarmenn eru nefnilega engir jafnaðarmenn nema í því tilliti að þeira vilja jafna út millistéttina og gera alla jafn illa stæða.  Hinn svokallaði jöfnuður þeirra felst í valdníðslu og yfirgangi yfir alla nema þá sjálfa.

Elle_, 4.1.2013 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband