Mínusvextir á evru-svæði

Eymdin á evru-svæðinu eykst og dýpkar. Spá fyrir næsta ár er svartari en áður og gert er ráð fyrir 0,3% samdrætti. Seðlabankastjóri evru-svæðisins, Mario Draghi, gefur til kynna að stýrivextir gætu orðið neikvæðir.

Mínusvextir fela í sér að lánveitandi borgar með láninu og er merki um verðhjöðnun í hagkerfinu.

Hagkerfi evru-svæðisins er komið í slíkan vanda að það mun taka áratug að komast á réttan kjöl.


mbl.is Dekkri spá þýska seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mistök að segja frá þessu. Nú bölva ESB liðar, og í framhaldinu kvarta væntanlega yfir því, að fá ekki borgað með láninu, eins og þeir í sæluríkinu.

Aldeilis væri þetta nú fínt fyrir okkur, að fá borgað fyrir að taka lán. Alveg eins og að kaupa bíl, og fá fullan tank af bensíni með, alveg gratís. Íslendingar hafa aldrei látið góðan díl framhjá sér fara.

Nú, þegar kemur að skuldadögunum, þá tökum við bara sjálfhverfu kynslóðina á þetta:

"Á EKKI AÐ GERA NEITT FYRIR OKKUR SKULDARANA?"

"ER EKKI KOMINN TÍMI TIL AÐ ÞESSIR HELVÍTIÐ KVÓTAGREIFAR BORGI Í SAMFÉLAGSSJÓÐI, SVO VIÐ GETUM BORGAÐ SKULDIRNAR OKKAR?"

Og ef ESB liðar missa a þessum díl, þá fáum við hin aldrei að gleyma þessu. Við tókum af þeim rosalegt tækifæri til að skuldsetja sig.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 12:14

2 identicon

Sæll.

Þú gleymdir að segja frá því að atvinnuleysi á evrusvæðinu er nú næstum 12% sem er aukning, atvinnuleysið eykst þar á milli missera og mun gera það áfram. Margir sitja með hendur í skauti og hafa ekkert að gera, verðmæti sem gætu orðið til verða ekki til.

Það er rangt hjá þér að áratug muni taka að taka til á svæðinu, það væri hægt að koma öllu í gang þarna á um 2 árum og hef ég sögulegt dæmi því til sönnunar.

Vandinn er bara að jafnaðarmenn eða sósíalistar stjórna í nánast allri Evrópu (þá tel ég Cameron með) og þeir vita ekki hvernig leysa á vandann sem þeir bjuggu sjálfir til. Í USA er ástandið ekki betra, ástand efnahagsmála þar mun versna á milli ára á meðan Obama er forseti enda er hann sósíalisti.

Helgi (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband