Styrmir: vinsamleg ábending til Illuga og Guðlaugs

Fallnir forystumenn þvælast fyrir og eyðileggja liðsheildina vegna þess að þeir eru til leiðinda á varamannabekknum og koma vitanlega ekki til greina í aðalliðið. Í stjórnmálaflokkum skipa þeir þingmenn aðalliðið sem eru ráðherraefni.

Illuga Gunnarssyni var hafnað til forystu í Reykjavík. Hann er þingflokksformaður og hægri hönd formannsins og tapaði stórt fyrir Hönnu Birnu. Guðlaugur Þór Þórðarson fékk enn verri útreið. Hann var ráðherra í síðstu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins en fer núna á varamannabekkinn.

Styrmir Gunnarsson skrifar eftirfarandi ábendingu til tvímenningana

Úrslitin eru hins vegar umhugsunarefni fyrir þingmennina Illuga Gunnarsson og Guðlaug Þór Þórðarson. Illugi nær að vísu kosningu í annað sæti en atkvæðamagn hans í fyrstu tvö sætin er ábending um pólitískan veikleika, sem hann hlýtur að taka til skoðunar.

Illugi og Guðlaugur Þór fengu skýr skilaboð frá flokksmönnum um að þeir ættu ekki heima í forystu fokksins. Þeir hanga inni á varamannabekknum en koma ekki til greina í aðalliðið. 

Styrmir segir að uppgjöri innan Sjálfstæðisflokksins vegna hrunsins sé hvergi nærri lokið. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, útskýrði fyrr í haust hvað það uppgjör felur í sér

Á meðan áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins viðurkenna ekki staðreyndir sem þessar [erindrekstur í þágu auðmanna - innsk. pv] og láta sem þeir átti sig ekki á hvernig leitast var við að grafa undan einstaklingum innan flokksins með hagsmuni fésýslumanna að leiðarljósi og kjósa þess í stað að tala um grasrót flokksins sýnist þörf á að ræða þessi mál frekar og ítarlegar í tengslum við ákveðna frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins en ég hef kosið að gera til þessa.

Mælikvarðinn á það hvort Illugi og Guðlaugur eru í pólitík í eigin þágu eða almannahagsmuna er hvort þeir segi af sér trúnaðarstörfum eftir skilaboðin frá flokksmönnum í gær eða haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist. Taki þeir fyrri kostinn sýna þeir ábyrgð og samstöðu í þágu almannahags. Verði seinni kosturinn fyrir valinu sýna þeir forherðingu með því að hugsa fyrst og fremst um einkahagsmuni sína. Rétt eins og á tímanum fyrir hrun.

 


mbl.is Lokatölur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Maður spyr sig auðvitað út á hvað HB fær svona góða kosningu í fyrsta sæti? Er alveg á hreinu hvað henni finnst um ESB? Er alveg á hreinu hvað henni finnst um krónuna? Hvaða hugmyndir hefur hún um skatta? Hvernig á að snúa hér við blaðinu í efnahagsmálum? Hvað með stóriðju? Hvað með gagnaver?

Ætlar konan að minnka ríkisbáknið eitthvað? Hvernig? Hve mikið? Hvernig verður með skatta á heimili, fyrirtæki og eldsneyti? Bjarni Ben vildi vinda ofan af þessu á 2 árum!! Hvers vegna ekki 2 dögum? Hvað er maðurinn að hugsa? Hver er afstaða HB í þessum málum?

Hún lét ekki heyra í sér varðandi Icesave fyrr en löngu eftir að þeim málum öllum lauk. Það er alveg einstaklega lélegt. Minnkaði hún borgarapparatið á meðan hún gat?

HB er alveg eins og ÞKG, bara umbúðir en ekkert innihald! Sama á raunar við um formann flokksins.

Það er ekki bjart framundan :-( Þegar atvinnustjórnmálamenn vita ekki meira um efnahagsmál en leikmenn veit það ekki á gott :-( Við stefnum hraðbyri í gjaldþrot líkt og fjölmörg önnur ríki!!

Helgi (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband