Jafnaðarstefnan, frekjan og tilraunin með frelsið

Frekjukynslóðin sem Sighvatur Björgvinsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins gerði að umtalsefni svo eftir var tekið er skilgetið afkvæmi jafnaðarstefnunnar sem boðar allt fyrir alla á kostnað ríkisins.

Jafnaðarstefnan er löngu hætt að snúast um jöfnuð í samfélaginu. Alfa og omega vinstriflokka að veita ókeypis lífskjör en þau eru óvart ekki til. Jafnaðarstefna skapar elur af sér þiggjendur.

Einhverjum kynni að detta í hug að veita frelsinu brautargengi, þ.e. þessu frelsi frjálshyggjunnar til að skapa auð með sem allra minnstum ríkisafskiptum. En við gerðum tilraun með slíkt frelsi og það endaði í hruni.

Lífskjarafrekja og frjálshyggjufrelsi eru ekki vörður á vegi til siðaðs samfélags.

Við þurfum pólitík sem byggir á sanngirni. Í sanngjörnu samfélagi ber fólk úr býtum í samræmi við framlag annars vegar og hins vegar fá þeir félagslega aðstoð sem hana þurfa. 

 


mbl.is „Meira frelsi og velmegun ef umsvif ríkisins eru lítil“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Jeder nach seinen Fähigkeiten, jedem nach seinen Bedürfnissen!

Birnuson, 20.11.2012 kl. 12:14

2 identicon

Sæll.

Þú hittir naglann heldur betur á höfuðið nema varðandi frjálshyggjuna.

Hvaða frjálshyggja var ríkjandi hér á árunum fyrir hrun? Opinberum reglum fjölgaði og opinberi geirinn stækkaði. Það er ekki frjálshyggja - sama hvernig þú teygir skilgreiningu á hugtakinu. Það eru líka ríkisafskipti að láta Seðlabankann hjálpa bönkunum - ekki frjálshyggja!!

Páll, ekki láta Steingrím J. ljúga þig fullann - þú ert of góður í það!! Það var enginn frjálshyggja ríkjandi hér né erlendis á árunum fyrir hrun.

Helgi (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband