Össur lærir um 25 ára ESB-bið Tyrkja

Norðmenn eru ekki á leiðinni inn í Evrópusambandið, 70 prósent Norðmanna eru á móti aðild. Veruleg stækkunar-þreyta er komin í Evrópusambandið.

Forseti þýska þingsins, Norbert Lammert, leggur til að frekari stækkunaráform verði lögð á hilluna og að Króatíu, sem átti að verða 28da ESB-ríkið á næsta ári, verði sagt að bíða á þröskuldinum. Í frétt Spiegel segir af Króatíu og væntanlegu aðildarríkjum s.s. Svartfjallalandi og Serbíu en ekki minnst á Ísland, sem á þó að heita í aðlögunarferli.

Kannski að diplómatarnir hans Össurar utanríkis hafi sagt honum af stækkunar-þreytunni og búið hann undir að þreyja þorrann og góuna í ESB-málum fram yfir lífeyrisaldurinn. Össur gumar af því að vera í reglulegu sambandi við utanríkisráðherra Tyrkja. Um það segir Björn Bjarnason

Spurning er hvort Össur sé reglulega í tíma hjá tyrkneskum starfsbróður sínum og læri hvernig halda eigi lífi í ESB-aðildarumsókn í 25 ár?

Össuri hefur tekist að halda lífi í ESB-umsókn Íslands í þrjú ár og hvað eru 22 ár í viðbót í stóra samhengi eilífðarinnar?


mbl.is Breyta ekki afstöðu Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna ert þú að hafa eftir skoðun eins manns. Það er ekkert sem bendir til annars en að Króatía verði aðili að ESB á næsta ári óháð skoðun þessa tiltekna einstaklins.

Ísland er í umsóknarferli en ekki aðlögunarferli. Þessi lygi varðandi aðlögunarferlið er orðin ansi þreytt.

Ástæða þess að Tyrkir hafa ekki enn fengið aðild að ESB er fyrst og fremst sú að þeir standast ekki þær kröfur sem gerðar eru um mannréttindi umsóknarríkja. Það er þeirra eigin tregða til að laga til hjá sér í því efni sem stoppar aðildarferlið. Það telst til að mynda enn lögbrot að viðlögðum fangelsisdómi að halda því fram í Tyrklandi að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimstyrjöldinni. Það telst einnig lögbrot að viðlögðum fangelsisdómi að tala máli aðskilnaðarsinna meðal Kúrda í Tyrklandi. Refsilöggjöf Tyrkja heimilar enn dauðadóma þó þeim hafi vissulega eki verið beitt lengi. Ekkert af þessu er ásættanlegt af hálfu ESB.

Ástandið hér er ekki með þessum hætti og því er umsóknarferli okkar á engan hátt sambærilegt við umsóknarferli Tyrkja og þar af leiðandi engan vegin hægt að spá fyrir um okkar ferli út frá því hvernig gengið hefur hjá Tyrkjum.

Sigurður M Grétarsson, 14.10.2012 kl. 10:17

2 identicon

Ef Tyrkir þurfa að breita einhverju hjá sér til að verða hæfir umsækjendur hvað viltu þá kalla þær breitingar sem þeir þurfa að gera eitthvað annað en aðlögun.

Auðvitað eru breitingar sem EU krefst af innsækjendum til  að teljast hæfur til inngöngu ekkert annað en aðlögun að reglum sambandsins og ferlið því aðlögunarferli.

Annars er aðlögun bara eitt orð yfir þessa ESB aðlögun, annað er undirgefni og undirlægjuháttur. 

Karl Birgisson (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 13:29

3 Smámynd: Elle_

Sammála Karli.  Það mætti annars alveg nota orðið ´yfirtaka´.

Elle_, 14.10.2012 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband