RÚV-hysterían og glæpahneigð Albana

Fréttastofa RÚV spilaði undarlegan leik í aðdraganda landsleiksins í gær. Eftir að fyrirliði Íslands hafði mismælt sig um glæpahneigð Albana ætlaði allt um koll að keyra á RÚV.

Í nafni pólitískts rétttrúnaðar vildi RÚV að landsliðsfyrirliðinn yrði rekinn úr liðinu - í það minnsta sviptur fyrirliðastöðunni. Viðbrögð RÚV voru úr öllu samhengi við tilefnið. Allir eldri en tvævetur vita að glæpir og ofbeldi eru hluti af menningu þjóða á Balkanskaga.

Landsliðsfyrirliðinn hefði kannski átt að skilyrða ummæli sín betur, t.d. með því sleppa alhæfingunni ,,allir." En, hey, hann er fótboltastrákur ekki heimspekingur.

Þetta er ekki fyrsta hysteríukast RÚV. Við munum hvernig fréttastofa RÚV brást við þegar frambjóðandi fréttastofunnar til embættis forseta Íslands fékk háðulega útreið í sumar. Litlu krakkarnir á RÚV náðu ekki upp í nef sér af hneykslan að þjóðin kaus Ólaf Ragnar.

Það þarf að lofta út á RÚV. 


mbl.is Magnað í moldarslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Óskaplegt er leiðilegt að sjá svona. Kennari.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.10.2012 kl. 18:23

2 identicon

"Lofta út á RÚV." Nei, loka RÚV eða selja það, enda engin þörf fyrir ríkisrekstur á þessu sviði, auk þess sem vandamálið er áratuga gamalt, þótt það sé með verra móti þessi misserin. Annars sammála Páli.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 19:11

3 identicon

“Hafði mismælt sig” skrifar Páll um landsliðsfyrirliðann. Það var og.

Líklega hefur Pálmi Jónsson, fjármálastjóri KSÍ, einnig “mismælt sig”, þegar hann pantaði hundrað þúsund króna kampavínsflöskur fyrir mellur í Zürich. Líklega ætlaði hann að panta Coca Cola eða jafnvel mjólk. Láttu ekki eins og kjáni Páll.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 20:46

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Haukur, taktu höfuðið úr rassgatinu á sjálfum þér. Ég var að skrifa um ummæli landsliðsfyrirliðans en hvorki hórukaup né helförina.

Páll Vilhjálmsson, 13.10.2012 kl. 20:50

5 identicon

Það verður flott þegar Rétttúnaðarkirkjan, með Rúv og DV fremst í flokki, verður búin að hræða alla frá því að segja hug sinn.

Mögulegt er þó, að búið verði að lofta út af Rúv og DV tekið til gjaldþrotaskipta áður en að því kemur.

Það er algerlega óþolandi, að pínulítill hópur ofstækisfólks skuli vera ráðandi í umræðunni.

Við skulum hafa í huga, að þessi ofstækislýður er helsta skjól glæpamanna, og hefur gert mafíum austantjaldsríkja kleyft að hreiðra um sig á vesturlöndum.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 21:01

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú ætla ég að prufa minni mitt,mér fannst blessaður drengurinn vera að því komin að bæta við,eftir að hafa nefnt glæpamenn,en þá var spyrillinn kominn með spurningu oní hann.Mér finnst líklegt að hann hafi ætlað að draga úr þunganum af glannaskapnum,annars veit hann það sjálfur.

Helga Kristjánsdóttir, 13.10.2012 kl. 21:44

7 identicon

Strákurinn er greinilega idjót.

Ástæðulaust að æsa sig yfir því.

Hann getur hlaupið eins og vitfirringur í rigningu og drullu.

Haft jafnvel tekjur af þessu algjöra tilgangsleysi.

Þá hjálpar tómarúmið.

Sá hluti þjóðarinnar sem hefur áhuga á þessari fáránlegu íþrótt ætlast til þess að hann hlaupi og djöflist og einskis annars.

Idjót eru og verða idjót.

Það gildir um hin íslensku eins og hin.

Þessi strákur er hvorki betri né verri en hin idjótin sem fara fyrir landsliðum í fótbolta og verða sér reglulega til skammar.

Svo munu Albanir ábyggilega lifa þessa móðgun fyrirliða íslenska fótboltaliðsins af.

Rósa (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 22:23

8 Smámynd: Elle_

Loka á RUV.  Það á alls ekki að reka pólitískt ríkisstjórnaráróðursútvarp ofstækispólitíkusa eins og Jóhönnu og Steingríms með nauðungarskatti, háum nauðungarskatti, frá fátæku fólki, og óhörðnunum ungmennum sem nota ekki einu sinni útvarpið.

Elle_, 13.10.2012 kl. 23:31

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Já já, Balkanbúar eru krimmar.

Skotar eru nískir.

Þjóðverjar eru leiðinlegir nasistar.

Svíar eru leiðinlegir sósíalistar.

Sígaunar eru þjófóttir.

Rússar eru rónar.

Litáar eru dópsalar.

Helvítis rétttrúnaður að mega ekki hafa FORDÓMA og tala um þá upphátt!

Svo má bæta við:

Moggabloggarar eru hálfvitar.

Skeggi Skaftason, 14.10.2012 kl. 00:27

10 identicon

Já, það er nefnilega það.

Magnús Sveinn Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 01:12

11 identicon

Þetta er nákvæmlega eins og Elle segir. En til málamiðlunar skyldi ég fallast á, að ríkið héldi úti Rondó og útvarpaði tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, meðan enginn annar treystir sér til þess.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 01:30

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þá tek ég undir það með ykkur Elle og Sigurður,þegar almennilegt fólk kemur til valda þarf að hreinsa ærlega til í þessu áróðursapparati sem Rúv er best væri að leggja það af. Rondo leikur stundum Jazz,hreint afbragðs upplifting. HlaNu

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2012 kl. 01:51

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

HlaNu,þýðir ekkert tölvan fraus og þetta hafði ég upp úr að skrensa á lyklaborðinu.

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2012 kl. 01:55

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var að hefjast landsleikur tveggja þjóða, opinber athöfn þar sem drengskapur átti að ríkja á milli tveggja jafnrétthárra aðila.

Þá sagði fyrirliði okkar að andstæðingarnir séu glæpalýður.

Og hér heima eru menn sem setja ofan í þá sem hafa eitthvað við þetta að athuga.

Fyrirliði íslenska landsliðsins talaði í mínu nafni og annarra Íslendinga. Ef meiri hluti Íslendinga voru ánægðir með það er óhætt að hafa áhyggjur af þjóð okkar.

En ég held að hann hafi sem betur fer ekki talað fyrir munn meirihluta Íslendinga og ekki talaði hann fyrir mig og þá sem ég þekki.

Og samkvæmt þessum bloggpistlli voru það mikil mistök að landsliðsfyrirliðinn skyldi biðjast afsökunar á ummælum sínum og ámælisvert að fjölmiðill skyldi upplýsa um þetta mál.

Ómar Ragnarsson, 14.10.2012 kl. 09:13

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er bara alveg spurning, þvi miður, hvort stór hluti innbyggjara hérna hafi ekki svipaða trú og drengurinn.

Sagt er að höfundur blogg pistils hafi á einhverju tímabili verið kennari. Sögukennari. Hann segist hafa sagnfræðipróf og hafa starfað við það þó sennilegast sé löngu búið að reka hann.

þegar hann hefur verið kennari þá hefur hann auðvitað kennt ungdóminum svona. Útendingar mestmegnis glæpamenn.

Afleiðingarnar eru svo vitsmunasnauð lítilmenni eins og gilsekagger og drengurinn þarna í boltasparkinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.10.2012 kl. 09:48

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Maðurinn er sennilega enn kennari:

http://www.fg.is/skolinn/starfsmenn/pall-vilhjalmsson/

það er ekkert við hæfi að einstaklingur með svona vonda og viðvarandi fordóma sé að kenna.

Í raun ættu yfirvöld Menntamála að grípa þarna inní og þa kemur ekki til greina, ekki til greina, að þessum bullustampi verði hleypt inní alvöru fjölmiðla eins og RUV. Hann getur svo sem bullað á ÍNN bullstöðinni hjá þeim Sjallaræflum - en það kemur bara ekkert til greina að hann komi aftur inní RUV.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.10.2012 kl. 10:18

17 identicon

Hvar var viðtalið fyrst birt? Hvaða fjölmiðlavitring fannst passa að sjónvarpa fordómunum?

Fjölmiðlaumræðan á Íslandi er á svo lágu plani að óharðnaðir drengir taka viðtöl við drengi, sem óvart eru fyrirliðar landsliðs. Eginn hefur haft vit á að segja þeim til í framkomu við fjölmiðla. Enda stjórnendur fótboltans á landinu afhjúpaðir sem klám- og vændiskaupendur fyrir peninga skattgreiðenda. Þetta er lýsing á siðferðisstöðu þjóðarinnar.

Og til að kóróna vitleysuna, koma forstjórinn í viðtöl og glutraði útúr sér að þetta hefðu verið mistök og slæm tímasetning. Hmmm.

Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 10:42

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, það er rétt að vandamálið er ekki bara þessi drengur. þetta er þjóðarmein.

Mjálmið í forráðamönnum KSI þessu viðvíkjandi er alveg umhugsunrvert.

Sennilegast er að þessir ljótu fordómar séu gegnumgangandi hjá svokölluðu ,,landsliði". Að svona tali þeir sín á milli. þeir voru bara að fara að keppa við glæpamenn í boltasparki.

það sem eg vona að þeir skíttapi svoleiðis fyrir Svissurum og maður fái hlé frá þessu endalausa mikilmennsku og fordómablaðri kringum þetta boltaspark þeirra þarna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.10.2012 kl. 10:59

19 identicon

Nenni nú ekki að fjalla um bullið frá atvinnufíflinu ómari b. eða þessari rósu, en að einn af höfundum "nýju stjórnarskrárinnar" skuli ekki bera meiri virðingu fyrir tjáningarfrelsinu þykir mér veruleg tíðindi.

Fólk má hafa fordóma og fólk má hafa skoðanir, sá réttur er tryggður í stjórnarskránni.  Ég tek ekki undir skoðanir fyrirliðans en það er þó staðreynd að í öllum ferðahandbókum er fólk varað við hárri glæðatíðni í Albaníu og það er gert af því að það er tilefni til þess.

Viðbrögð rúv voru ofsafengin og langt umfram það sem tilefni var til.  Hvers vegna almenningur er neyddur til að borga samtals 14 milljarða fyrir reksturinn á þessu rusli sem rúv er, er mér hulin ráðgáta.  Það á að vera forgangsverkefni að loka þessu apparati og starfsfólk þar getur fengið sér ærlega vinnu sem skilar einhverju til þjóðarbúsins.

Svo vil ég ráðleggja ómari ragnarsyni að kynna sér efni stjórnarskrár íslenska lýðveldisins.

Bjarni (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 11:40

20 Smámynd: HOMO CONSUMUS

allir sem horfa útum hótelglugga á heilt land og þjóð, eru í fullum rétti til að dæma hana útfrá því 3:)

,,Albanar eru sjerstakir að ætterni en þó skyldastir Grikkjum. Þeir eru illa siðaðir, herskáir og rángjarnir, og búa í víggirtum bæum og þorpum."

[í Landafræðibók frá 1920, Karl Finnbogason]

HOMO CONSUMUS, 14.10.2012 kl. 12:02

21 Smámynd: Elle_

Vegna skrifa nokkurra að ofan, Ómars K., Ómars R. og ´Skaftasonar´, vil ég segja að við vorum nokkur okkar að ofan ekki neitt að skrifa um hvað ungi fótboltamaðurinn sagði.  Við vorum að gagnrýna fréttamiðla og pólitískt RUV. 

Elle_, 14.10.2012 kl. 12:07

22 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

http://www.ruv.is/sarpurinn/spegillinn/12102012-1

RÚV gerði Arons-málið að fyrstu frétt og í inngangi kemur fram að fréttamaðurinn hafi verið ,,sveittur" að finna nýja vinkla á málið. Lítið er gert úr afsökunarbeiðni Arons og menntamálaráðherra kallaður til að bera vitni.

Fréttaþulur brýtur upp fréttatímann til að spyrja hvort ,,veðurguðirnir" hafi reiðst Aroni og það sé skýringin á rigningunni. 

RÚV tók fótboltann út og setti inn pólitískan rétttrúnað.

RÚV tók móðursýkiskast í þessu máli.

Páll Vilhjálmsson, 14.10.2012 kl. 13:11

23 identicon

Ómar Ragnarsson,

"Fyrirliði íslenska landsliðsins talaði í mínu nafni og annarra Íslendinga."

Hvert sótti þessi maður umboð til að tala í ykkar nafni?

Veit ég fyrir víst að þessi fótboltapjakkur talar allavega ekki í mínu nafni, til þess hefur hann ekkert umboð.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband