Andstaða við ESB er hreyfiafl stjórnmálanna

Eftir langvinnar þrætur um skoðanakönnun sem Jóhönnustjórnin ætlar að gera um tillögur stjórnlagaráðs fæst niðurstaða: kannski verður kosið um umboðslausu ESB-umsóknina í haust.

Tillögur stjórnlagaráðs eru tittlingaskítur sem engu máli skiptir fyrir aðra en þá sem sátu ráðið í atvinnubótavinnu Samfylkingar. 

Andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandinu er á hinn bóginn hreyfiafl stjórnmálanna. Þegar þeirri rimmu lýkur er líklegt að stjórnmálin verði með öðrum brag en hingað til.


mbl.is Vilja þjóðaratkvæði um ESB í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein fyrirsögn sem segir allt:

"Andstaða við ESB er hreyfiafl stjórnmálanna"

En hvað segir nú Bjarni Ben., maðurinn sem heiðarlegir sjálfstæðismenn segja að sé á skilorði? 

Þarf hann ekki að segja núna eitthvað vafningalaust?  Eða þjónar hann hagsmunum aflandskrónueigenda, líkt og helferðarhjúin Steingrímur og Jóhanna, og er því drullusama um skuldaþræla-klafa  niðurníddra heimila landsins, þræla-klafa sem verði sífellt þyngri eftir því sem aflandskrónueigendur fitna á fjósbitanum? 

Vill hann eða vill hann ekki?  Er það kannski Bjarni Ben. sem er kyrrstöðuaflið, með því að vera hreyfingarlaus og vill hafa það þannig, því það þjóni best hagsmunum aflandskrónueigenda?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband