Ólafur Ragnar á Bessastaði - eða í stjórnarráðið

Ólafur Ragnar Grímsson náði sáttum við þjóðina með framgöngu sinni í Icesave-málinu. Gangi niðurstöður nýbirtrar skoðanakönnunar fram, um forsetakosningarnar í sumar, og Þóra Arnórsdóttir nái kjöri, er vakt Ólafs Ragnars á Bessastöðu lokið.

Þar með er Ólafur Ragnar laus til nýrra verka í landsmálum. Enginn stjórnmálamaður á Íslandi býr að viðlíka kunnáttu og reynslu og Ólafur Ragnar.

Á vettvangi stjórnmálanna er eftirspurn eftir manni sem gæti sprengt upp þráteflið.


mbl.is Þóra mælist með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoðanakannannir!

Ég trúi því ekki eitt augnablik að Ólafur Ragnar nái ekki kjöri. Auðvitað er til fólk sem hleypur eftir áróðurmaskínu kratanna. Vitað er að þá er lýðræði lokið á Íslandi. Ólafur Ragnar forseti hefur hrist upp í þessu embætti og neitar að vera nikkudúkka fyrir stjórnmálaflokka. Og hefur hann þakkir fjöldans, burt frá nýjum skoðanakönnunum Kveðja.

Jóhanna (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 18:54

2 identicon

Eftir því sem bankabólan stækkaði, jókst veruleikafyrring forsetans. Ræður hans (sjá Rannsóknarskýrslu Alþingis, bindi 8, Ræður forsetans, bls. 171-174) verða ofsafengnar og fáránlega “kitschig.” “We are different”, hrópar kallinn í London 2005. Og enginn virðist hafa haft dug og kjark til að reyna að koma vitinu fyrir hann. En núna eftir 16 ár er nóg komið. Íslandingar vilja “Nýtt Ísland”, nema fámennur hópur afturhaldsseggja og hagsmunagreifa. Nú gefst okkur tækifæri til að taka fyrsta skrefið og kjósa velmenntaða og greinda konu, Þóru Arnórsdóttur í forsetaembættið. Með Þóru, eiginmanni hennar og börnum, mun færast líf og fjör inn á Bessastaði, vel við hæfi fyrir þjóð, sem hefur orð á sér fyrir að vera barnvænt samfélag. Hjá okkur eru börn allstaðar velkomin, eftir þessu taka útlendingar og hrósa okkur fyrir. Góð umskipti; afmælisveislur barna á Bessastöðum, hlátur og fjör, en ekki “dinner party” fyrir Martha Stewart (ex-prisoner), Jón Ásgeir, spúsu og glæpmenn bankanna.

“We’ve seen enough”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 19:06

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Stórkostlegt að harðlínu öfgahægrisinnar eins og Páll Vilhjálmsson skuli nú ekki halda vatni yfir þekkingu og reynslu Ólafs Rganars.

Davíð hvað ?

hilmar jónsson, 26.4.2012 kl. 19:07

4 identicon

Það kæmi mér ekki á óvart að sumir sem ganga munu að kjörborðinu við forsetakosningarnar í sumar, haldi að verið sé að kjósa um Icesave enn einu sinni. Við borgum sko ekki. Jesúspétur!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 19:18

5 identicon

Merkilegt hvernig hægt er að stjórna þjóðinni í gegnum fjölmiðla.

Nú ætlar helmingur landsmanna að kjósa konu vegna þess að þeir telja sig þekkja hana.

Úr sjónvarpinu.

TV-lite.

Hún verður ábyggilega kjörin forseti.

Þjóðinni verður ekki bjargað.

Rósa (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 19:24

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Merkilegt að sjá vinstri menn falla unnvörpum fyrir ameríska sjónvarpstrikkinu.

Það er ekki ofsögum sagt af meintri umbyltingu í íslensku þjóðfélagi.  

Kolbrún Hilmars, 26.4.2012 kl. 19:52

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Kolbrún, eitthvað í líkingu við hvernig hægra öfga liðið og þjóðernisrembingarnir halda ekki vatni yfir Ólafi nú ?

hilmar jónsson, 26.4.2012 kl. 20:00

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hilmar, það var nú eiginlega þetta sem ég átti við með meintri umbyltingu. Hægri menn styðja vinstri manninn og vinstri menn styðja sjónvarpsstjörnuna.

Sjálf er ég hvorki hægri né vinstri, bara þjóðernisrembingur..

Kolbrún Hilmars, 26.4.2012 kl. 20:05

9 identicon

Tek ofan fyrir Rósu & Kolbrúnu Hilmars ! Heilshugar sammála þeim báðum !

 Kristján Eldjárn var þekktur fyrir þætti í sjónvarpinu. Framhaldið ?  Kosinn Forseti Íslands !

 Vigdís Finnb., þekkt fyrir þætti í sjónvarpinu. Framhaldið ? Kosin Forseti Íslands !

 Eiður Guðnason, þekktur úr sjónvarpinu ( þulur og spyrill). Framhaldið ? Þingmaður, ráðherra, sendiherra !.

 Markús Örn Antonss., þekktur úr sjónvarpinu ( fréttamaður og spyrill) Framhaldið ? Borgarstjóri, sendiherra !

 Og gamla sagan er að endurtaka sig - ótrúlegt !

 Hver skyldi greindarvísitala helming þessarar þjóðar vera ?? !!

 Mætur maður sagði fyrir fjórum árum: " Guð blessi Ísland". - Sammála !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 20:58

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Haukur skrifar m.a. "Hjá okkur eru börn allstaðar velkomin, eftir þessu taka útlendingar og hrósa okkur fyrir" hégóminn lætur ekki að sér hæða og spyr ekki um flokksskítteini. Þannig miklumst við af forseta vorum,sem vekur athygl hjá útlendingum, hvarvetna um heimsbyggðina,. Þessir frambjóðendur eru til fyrirmyndar,satt er það,en við sem kvöttum Ólaf til áframhaldandi setu í forsetastóli,áður en Þóra bauð sig fram,munum styðja hann með ráðum og dáð.

Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2012 kl. 21:03

11 identicon

@hilmar jónsson: Páll er ekki harðlínu hægri maður, það sést glögglega á bloggi hans. Viltu ekki líka meina að hér hafi verið blússandi frjálshyggja á árunum fyrir hrun?

Væri ekki annars nær fyrir þig að hugsa aðeins um Icesave gloríur þínar og þinna skoðanasystkina? Fólk sem vill taka á sig hundruðir milljarða sem það þarf ekki að taka á sig þarf að taka dómgreind sína til gagngerrar endurskoðunar.

@1 (Jóhanna): Mikið til í þessu hjá þér. Það yrði stórslys ef Ólafur yrði hrakinn af Bessastöðum eftir að hafa staðið með þjóðinni (öfugt við núverandi stjórn).

Helgi (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 21:23

12 identicon

Eftir útreiðina, sem Óli fékk í Rannsóknarskýrslu Alþingis (bindi 8, bls. 170-178) á hann ekki sjans, ekki sjans.

Við viljum ekki opportunista, sem er eins og vel smurður vindhani í flestum málaflokkum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 21:31

13 identicon

Ólafur Ragnar fylgir aðeins þeirri stefnu sem honum hentar hverju sinni og geti keypt honum mestar vinsældir og áhrif. Það er langt í að samningar við ESB verði í höfn og allar líkur á að það verði kosið til Alþingis í millitíðinni. Hann hefur verið í andstöðu við síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hafa þó allar verið ólíkar og náðu hámarki með dekri hans við Baugsmenn og synjun á fjölmiðlalögunum. Ef hann verður forseti áfram mun hann verða í andstöðu við þá ríkisttjórn sem við tekur ef það hentar honum á einhvern hátt. Gjörðir hans ráðast nefnilega ekki af stefnu heldur hentisemi. Hann gæti þessvegna verið orðinn fylgjandi ESB aðild ef það hentaði honum.

Halldór Þormar Halldórsson (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 21:35

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ólafur brýtur ekki gegn sannfæringu sinni,hann er réttlátur,ólíkt þeim sem eiga að standa skil á gefnum loforðum fyrir seinustu kosningar. Þjóðin kýs forseta sinn beinni kosningu,hún veit að Ólafi má treysta,hann er ekki háður neinum ,,Ismum,, fjarri því.

Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2012 kl. 22:14

15 identicon

"..náði sáttum við þjóðina.."

Hvar býr sá sem lætur svona frá sér.

Hefur hann ekki orðið var við að manninum hefur tekist að kljúfa þjóðina í fylkingar.  Það sýnir sig í síðustu könnunum að 65% þjóðarinnar vill ekkert með hann hafa

Hvenær hefur Ólafur Grímsson verið kallaður mannasættir?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 22:14

16 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sannast sagna er hann sterkasti varnarmaður þjóðar sinnar,þarf engar kannanir,spyrjið bara að leikslokum. Bjargvættur sjálfstæðs Íslands.

Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2012 kl. 22:32

17 identicon

Allir her gleyma Ara Trausta ...þeim góða manni  .....það er nu ekki  kominn kjördagur ennþá ! Við spyrjum að leikslokum ....

rh (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 22:47

18 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hilmari má alltaf treysta til að útdeila dagsskammtinum af gleðipillum. Og "harðlínu öfgahægrisinnarnir", gleypir þær glaðir.

Hvað er eiginlega að verða um lesskilning þjóðarinnar?

Ragnhildur Kolka, 26.4.2012 kl. 23:35

19 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lengi lifi Ólafur Ragnar!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.4.2012 kl. 23:52

20 identicon

Með allri virðingu fyrir Ólafi er ég rosalega feginn ef Þóra nær þessu. Þá er öruggt að hún tekur ekki við fallandi stjörnum eins og Jóhönnu eða Steingrími sem formaður annars hvors flokksins. Vá, sá vinstri flokkur sem fengi hana sem formann myndi 3-falda fylgið sitt á einni nóttu. Kjósið Þóru, please ! ! !

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 00:07

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Enginn stjórnmálamaður á Íslandi býr að viðlíka kunnáttu og reynslu og Ólafur Ragnar."

það kom nú aldeilis í ljós á gróðærisárum ykkar sjalla. ÓRG var einn helsti frontur útrásarvíkiga og þeirra PR maður með öfgaþjóðrembingsumræðum svo af ber. (sjá Rannsóknarskýrslu Alþingis, bindi 8.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.4.2012 kl. 00:16

22 Smámynd: Elle_

8. bindið var of pólitíkst samfylkingarlegt, ekki eiginleg rannsóknarskýrsla.  YKKAR Sjalla??  ÖFGA hvað???  Veistu ekki að það eru önnur orð í íslensku en ´Sjallar´ og ´öfga-hægri´?

Elle_, 27.4.2012 kl. 07:57

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þegar verið er að ræða við og um Sjalla og öfgasinnaða þjóðrembinga - nú þá er óhjákvæmilegt að þau orð séu nefnd.

Orsök-Afleiðing.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.4.2012 kl. 10:20

24 identicon

12. April 2010 kom út Rannsóknarskýrsla Alþingis, sannleiksskýrslan svokallaða. Menn höfðu beðið eftir henni með öndina í hálsinum, hágrátandi, spennan óþolandi. Áfallahjálpin var að gefast upp.

Og skýrslan í dag? Eins og gömul veðurspá. 

 

Hallo, var nokkur að tala um gullfiskaminni?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 10:39

25 identicon

Þetta Ólafs mál er að verða einhver mesta kómedía pólitískrar sögu á íslandi, maður sem einusinni var einhver óvinsælasti ráðherra íslandssögunnar er skyndilega í hópi þeirra sem mest höfðu á móti honum þá orðinn einhverskonar baráttutákn. Hægri menn sjá varla sólina fyrir almanntengslasigri hans árin eftir hrun.. Maður sem var aðalklappstýra útrásarinnar er með því að neita að skrifa undir 2 plögg og heimsóknum í frystihús orðin einhverskonar kómmúnískt hetjufyrirmynd þessa fólks..

Held að menn verði að fara gera sér grein fyrir því að meðal kjósenda á íslandi eru ekkert allir jafn sáttir við þá pólitík sem Ólafur er búinn að koma að í þessu embætti. Stuðningur við aðra frambjóðendur er þessvegna ekki tilkominn vegna mannkosta þeirra sjálfra heldur vegna óvinsælda Ólafs..

Það er einsdæmi að eftir 16 ára setu í hingað til valdalausu embætti sitji nú forseti sem sjái fram á það að vera velt af stóli af frambjóðanda sem hefur ekkert sérstaklega mikið fram að færa annað en það að vera ekki andstæðingur sinn..

Þegar svona er komið fyrir mönnum held ég að þeir ættu alvarlega að fara hugsa sinn gang, sem og stuðningsmenn viðkomandi..

Eini möguleiki Ólafs á að bjarga sinni stöðu í dag er líklega sá að ná að sannfæra þennan stóra hóp fólks sem vill nánast hvað sem er annað en hann í embætti um að hann sé eitthvað annað en hann er..

Og það gæti reynst honum erfitt

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 18:46

26 Smámynd: Elle_

Einu sinni enn Haukur: Forsetinn NEITAÐI opinberlega ýmsu sem hin pólitíska samfylkingarkona skrifaði um hann í 8. bindinu um hið svokallaða ´siðferði´.  Það var nú meira siðferðið.  Það var ekki hin eiginlega rannsóknarskýrsla sem var í 7 bindum.  Vonandi fær hann tækifæri til að fá það úrskurðað dautt og ómerkt, ef hann vill.

Nokkrir ykkar einblínið alltof mikið á hægri menn, vinstri menn.  Ómar K. í sífellu talandi um ´hægri-öfgamenn´ eins og hann vanti lýsingarorð.  Fjöldi manns hugsar ekki í hægri/vinstri og er hvorugt en vill SAMT Ólaf í forsetaembættið.  Það kemur engum ´hægri-öfgum´ við.

Elle_, 27.4.2012 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband