Skúrkarnir hennar Sollu og Samfylkingar

Formaður Samfylkingar á hrunvaktinni, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tók ekki mark á Davíð Oddssyni bankastjóra Seðlabankans þegar Davíð sagði eftir útlenskum bankamönnum að íslenskir bankamenn væru ,,skúrkar og hinir verstu menn."

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlustaði ekki á aðvörunarorð um innræti íslensku bankamannanna vegna þess að hún hafði í Borgarnesræðu sinni umfaðmað Jón Ásgeir Baugs- og Glitnisstjóra og Kaupþingsfélagana Sigurð Einarsson og Hreiðar Má.

Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin voru löngu búin að selja sálu sína til útrásarskúrkanna þegar kom að hruni. Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs er með einkanúmer utanríkisráðherra og  hringir í Ingibjörgu Sólrúnu til New York til að fá fulltrúa frá Samfylkingunni á fund ráðherra þar sem á að ræða yfirvofandi gjaldþrot Glitnis.

Skúrkarnir stjórnuðu Samfylkingunni, svo einfalt er það.


mbl.is „Tók hamskiptum á fundi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var Ingibjörg Sólrún Seðlabankastjóri þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 12:10

2 identicon

Skúrkarnir ráða ennþá samfylkingu.

Hverjir eiga ný einkavæddu bankana?

jonasgeir (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 13:03

3 identicon

Þetta er svolítið athyglisvert, Davíð heldur eldmessu í stíl Jóns Steingrímssonar, og Ingibjörg Sóltrún afgreiðir hana sem dramakast.

Og nokkrum mánuðum síðar falla bankarnir.

Og enn síðar gerir Samfylkingin (og VG) allt til að sannfæra þjóðina um að sökin af því að eyðandi bankahrunið rynni yfir þjóðina væri eldprestinum að kenna. Og gera allt nema að sýkna bankamenn með berum orðum.

Eðli og innræti Samfylkingarinnar hlýtur að vera þjóðinni ljós eftir vitnisburð undanfarinna daga. Og það merkilega í þessu er, að Samfylkingin sjálf er að fletta ofan af sér.

Og það sem meira er, að þessar afhjúpanir koma eftir lúalegustu aðför að einstaklingi síðustu áratuga, þegar Samfylkingin og litli brotaflokkur VG ákváðu að efna til pólitískrar aftöku á Geir Haarde.

Það hefði verið kaldhæðni, ef Samfylkingunni hefði tekist að ná Davíð fyrir dóm, eina manninum sem varaði við bönkunum.

Hilmar (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 13:34

4 identicon

Og stjórna henni sennilega enn.

Það er eina skýringin á afskriftunum og hversu vel þessir menn hafa sloppið.

Þeir eru allir frjálsir menn með fullar hendur fjár.

Hvernig getur það verið?

Karl (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband