Lögin frá 2010 - Jóhönnustjórnin ber ábyrgð

Hæstiréttur úrskurðaði ólögmæt lög ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. frá 2010 um uppgjör á erlendum lánum. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. sýnir sig trekk í trekk óhæfa; hvor heldur það eru kosningar til stjórnlagaþings, samningar við erlend ríki eða einföld lagasetning um uppgjör á lánum.

Ríkisstjórn sem kann ekkert og getur ekkert á vitanlega að fara frá - ekki seinna en í gær.


mbl.is Lánin bera neikvæða raunvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Enn eitt klúðrið! Og kröfufrestur liðinn á gömlu bankana.

Hvað gera bændur nú?

Kolbrún Hilmars, 15.2.2012 kl. 18:22

2 identicon

Nú þarf Jóhanna að skila umboðinu á Bessastaði,og með í för ætti að vera Árni Páll, seðlabankastjóri og forstjóri Fjámálaeftirlitsins. Því þetta klúður kemur til með að kosta ríkissjóð gríðarlegar fjárhæðir.

Því enginn annar en ríkissjóður er skaðabótaskyldur,fyri því tjóni og hörmungum sem þetta klúður er búið að kosta heimilin í landinu og fyrirtæki.Hundruðir heimila hafa verið borin út á guð og gaddinn vegna þessara ólaga.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 18:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nú þarf að GERA EITTHVAÐ Í MÁLUNUM. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2012 kl. 18:44

4 identicon

Það ætti að stjaksetja þetta pakk.

Nú hljóta jafnvel stuðningsmenn þessarar stjórnsr að vera búnir að fá nóg.

Þeir sem samþykktu þessi ólög - stjórnarskrárbrot ættu með réttu að vera í fangelsi. 

Karl (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 19:03

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það hlýtur að þurfa að reka fleiri en þingmenn og ríkisstjórn.

Hvað með ráðgjafana þeirra í ráðuneytunum? Og alla "aðstoðarmennina"?

Kolbrún Hilmars, 15.2.2012 kl. 19:10

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og enn og aftur eftirlitsnefndir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2012 kl. 19:25

7 identicon

Á þessum tímamótum er ekki úr vegi, að trúaðir sem heiðingjar leggist á bæn, og þakki almættinu fyrir að hér skuli vera Hæstaréttur sem fúnkerar og forseti sem gætir bús og barna.

Við getum notað tímann á hnjánum og beðið almættið um kosningar, þannig að Ólafur geti hætt og Hæstiréttur þurfi ekki síknt og heilagt að dæma ríkisstjórnina fyrir vanhæfni.

Annað mál, og ekki síður brýnna, er að einhver komi upp saumastofu í hvelli, til að framleiða hauspoka fyrir aðstandendur og aðdáendur þessarar raðdæmdu stjórnar.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 19:50

8 Smámynd: Sandy

Er mig að rangmynna, var ekki búið að setja lög árið 2001 þar sem bannað var að veita gengistryggð lán nema að þeir hinir sömu hefðu tekjur í erlendri mynnt?  Ég ætla ekki að hrópa húrra fyrr en ég sé hvort verði farið eftir þessum dómi án útúrsnúninga, ef bankar og fjármálastofnanir þurfa meira en  þrjá daga til að segja til um hversu mikið þetta kostar bankana má öllum vera ljóst að verið er að finna reiknislausn sem skerðir þær endurgreiðslur sem þeir eiga að greiða.

Þetta kemur sér hinsvegar vel fyrir faltaðan son minn, sem var að skipta um bíl í lok sept 2008. bílaumboðið bauð honum gengistryggt lán, sem ég var ekki alveg að treysta, fór því í banka til að fá ráðleggingar og var sagt að ef honum stæði til boða gengistryggt lán skyldi ég ekki hugsa mig tvisvar um og taka því, hálfum mánuði seinna féllu bankarnir.

Ég er einnig að hugsa um hvaða áhrif þessi gengistryggðu lán höfðu á verðtryggðu lánin á húsinu mínu, það hlýtur að koma til þess að það verði alvarlega skoðað. Einnig þarf að gera kröfu um að skoðað verði ástæður þess að 20.000.000 lán vegna húsnæðiskaupa hafa hækkað frá árinu 2009 til loka árs 2011 um rúmar þrjár milljónir, þetta er ekki ásættanlegt,eitthvað hlýtur að vera stórvægilegt að.

Sandy, 15.2.2012 kl. 21:59

9 identicon

já hvers á maður að gjalda. Húsnæðislánið mitt frá íbúðalánasjóð hefur hækkað úr 11.000.000. í 16.700.000 frá ´05. Og alltaf hef ég borgað af láninu á gjalddaga. Ekki átti ég rétt á 110% leiðinni sem þeir buðu uppá sökum þess að ég á aðra íbúð sem er skuldlaus. Finnst mér þetta virkilega ósanngjarnt, hræðilegt að koma svona fram við þá sem standa í skilum við sitt. Finnst bara virkilega að það sé búið að brjóta af mér.

Kristy (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 22:45

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru margir í þínum sporum Kristy. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2012 kl. 22:57

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekkert að þessum lögum.

Eftir þeim var hinsvegar bara ekki farið.

Hæstiréttur gerði ekkert í dag nema útskýra með endanlegum hætti hvernig rétt sé að framfylgja vaxtalögunum.

Næst þarf að útskýra hvernig skuli framfylgja lögum um neytendalán.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2012 kl. 02:19

12 identicon

Sandy,

Já, þig er að misminna.

Gengistrygging var bönnuð 2001, og ekkert "nema" neitt í því.

Hún var einfaldlega bönnuð, punktur.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 04:08

13 identicon

Kristy,

Hvað hefur íbúðarverðið hækkað mikið á þeim tíma.

Líka athyglisvert að horfa á fólk barma sér yfir sumum bílalánum. Þegar gengið var sterkt, þá þurti fólk að borga sáralága vexti af þessum lánum, og síðan núna jafnvel neikvæða vexti.

Hvernær mun ætlar fólk að fatta að það er ælir hræsninni hreinlega út úr sér.

Sigurður,

Nei, gengistrygging var ekki bönnuð þá. Gengistrygging var "bönnuð" efttir október 2008, vegna þess að hagsmunir Íslands kröfðust þess. Plain and simple. Ekkert að kvarta undan því, en orðin soldið þreyttur á þessu endalausa rausi og bulli sem vellur upp úr fólki.

Brynjar Gauti (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 12:20

14 identicon

Kristy,

Síðan áttu skuldlausa íbúð, og þér finnst verið að brjóta á þér..;-)

...þú ert að djóka ekki satt?!

Hvað finnst þér þá um fólk sem keypti sína fyrstu íbúð 2005-2006, einfaldlega vegna þess að það þurfti að gera það. Eða þá sem höfðu ekki efni á því og hafa þurft að leigja á uppsprengdum markaði. Ekki eiga þessi aðilar neinar eignir.

Samt vill fólk fá niðurfellingu. Ég held ekkert lengur að fólk sé fífl, nú veit ég það.

Brynjar Gauti (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 12:25

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Lögin frá des 2010 voru meingölluð.

 “Vakin skal athygli á að í umsögn embættis umboðsmanns skuldara vegna frumvarpsins sem varð að lögum 151/2010 var varað við afturvirkni laganna og að í þeim gæti falist brot gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, en ekki var tekið tillit til þess í meðferð Alþingis,“ segir í yfirlýsingu frá umboðsmanni skuldara.”

Auk þess hefur Helgi Hjörvar þingmaður SF minnt á að hann sagði  NEI í atkvæðagreiðslunni um þessi lög.

Lögin voru samþykkt af 27 þingmönnum af 63. 

Kolbrún Hilmars, 16.2.2012 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband