Millistéttin án málsvara á alþingi

Millistéttarfólk sem á fyrir skuldum og stundar ekki ævintýramennsku í fjármálum á ekki málsvara á alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að vera athvarf þessa hóps en er það ekki.

Tilburður þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að yfirbjóða Hreyfinguna í tilflutningi peninga frá almenningi til yfirskuldugra afhjúpar skort á siðferðilegri og pólitískri kjölfestu.

Kristinn H. Gunnarsson, sem er að upplagi vinstrimaður, tekur lýðskrumara úr forystu Sjálfstæðisflokksins til bæna á leiðaraopnu Morgunblaðsins. Klukkan glymur.


mbl.is Kristinn H.: Viðskipti og ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem Kristinn virðist ekki átta sig á, að hér varð algjört efnahagshrun,og engum um að kenna nema stjórnmálamönnum, þar á meðal Kristni sem sat lengi á þingi,og lán landsmanna stökkbreytust við fall krónunnar, sem fjármálafyrirtæki höfðu hag af að fella, til að fegra Efnahagsreykninginn.

Við Hrunið varð algjör Forsendubrestur fyrir útreykningi víxitölunnar,og víxitöluna átti að taka úr sambandi allavega tímabundið,en komið var í veg fyrir það af samtökum alþýðunnar, sem er nú búin að valda heimium landsins meiri skaða og hörmungum en fordæmi eru fyrir í Íslandssögunni.

Gott væri ef Kristinn kynnti sér 36.gr. laga nr.7/1936

Lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 13:07

2 identicon

Kristinn Gunnarsson er ekki í lagi. Ég held að hann haldi að ég og þú sem tókum lán í góðri trú um hámark 4% verbólgu höfum valdið þessu hruni. Hann kallar okkur spillta útrásarvíkinga. Alveg hreint ótrúleg framkoma af fyrrum( ekki undarlegt) þingmanni. Ég held hann ætti að kynna sér málin áður en hann hendir svona sprengju inn á völlinn.

Guðrún (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 13:37

3 identicon

HEYR, HEYR!

Nú er þörf á fólki sem þorir.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist öllum sínum kjósendahópum, millistéttinni, frjálslyndum, frjálshyggjunni, sjálfstæðum atvinnurekendum osfrv.

Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur ríkistrúar og afturhalds.

Karl (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 15:12

4 identicon

,,í góðri trú um hámark 4% verbólgu" Þú sem sé tókst lán, gerðir ráð fyrir ákveðinni verðbólgu í landi sem hefur alls ekki haft stöðuga sögu hvað verðbólgu varðar og krefst þess núna að aðrir grafi þig upp úr skítnum sem þú ert svo lipurlega búinn að skófla þér í.

Frakkur (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband