Þjóðaratkvæði um ESB í sumar

Í sumar eru þrjú ár - 36 mánuðir - síðan Vinstri grænir samþykktu þvert á stefnu sína að sækja um aðild að Evrópusambandinu enda hafði Samfylkingin gert það að forsendu fyrir myndun ríkisstjórnar. Samningar Evrópusambandsins við EES-ríki eins og Ísland taka að jafnaði 12 til 18 mánuði.

Ástæðan fyrir því að samningum við Ísland er ekki lokið er sú að hvorki ríkisstjórn Íslands né Evrópusambandið hafa áhuga á að þjóðin felli aðild í þjóðaratkvæði. Þess vegna er hverskyns fyrirsætti beitt til að draga viðræður á langinn í von um breytta afstöðu þjóðarinnar.

Í þrjú ár hefur Evrópusambandið verið rætt til þaula hér á landi. Þjóðin hefur allar þær upplýsingar sem hún þarf til að taka afstöðu til þess hvort Íslandi sé betur borgið innan ESB eða utan sambandsins.

Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í sumar um það hvort halda eigi umsókn ríkisstjórnarinnar til streitu eða afturkalla hana. 

ESB-sinnar tala jafnan hátt um lýðræðið og nú er tækifæri að sýna að hugur fylgi máli.


mbl.is Jón Bjarnason: Atkvæði í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á skynsemi.is má lesa (5.2.2012(11:12):11692 hafa skrifað undir áskorunina. Hver getur upplýst um það hversu margir hafa skrifað undir á hverjum sólarhring allan (sic)þann tíma sem könnunin hefur staðið?----Mjög áreiðanleg könnun á vegum HÍ hefur sýnt fram á að þeir sem vilja halda áfram viðæðum við esb eru fleiri en þeir sem vilja hætta viðræðun. Undirskriftasöfnunin margfræga bendir í sömu átt.

gangleri (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 11:16

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Eru upplýsingar áreiðanlegar  frá Háskólanum?

Eyjólfur G Svavarsson, 5.2.2012 kl. 12:10

3 identicon

- sæll Páll - nú þegar liggur þingsályktunartillaga fyrir þinginu - um þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum sjá: http://www.althingi.is/altext/140/s/0039.html

- að venju er ekki nokkur leið að koma henni á dagskrá þingsins...

Kveðja - Vigdís Hauksdóttir

Vigdís Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 12:38

4 identicon

Það er ljóst að þó svo Baugsbaðvörðurinn Hrafn á hvaða nikki sem hann birtist, þá hefur hann ekki ennþá náð að stauta sig í gegnum þann enska texta ESB um umsóknarferli þeirra þjóða SEM SANNANLEGA VILJA INN Í SAMBANDIÐ.  Þar  segir afar skýrt öllum sem hafa grunnskólapróf í ensku að það er ekkert til sem heitir AÐILDARVIÐRÆÐUR þess vegna eru einhverjar kannanir hvort fólk hafi áhuga á einhverju sem er ekki til og verður ekki til ekki ástæða til að eyða tíma í að ræða.  Þjóðir sem sækja um.... ÆTLA INN... PUNKTUR.  ... ANNAÐ ER EKKI Í BOÐI HJÁ ESB.

Hér skrifar Jón Bjarnason sá ráðherra sem hefur haft einn að mest með ESB farsann að segja, vegna þess að hann einn fór nákvæmlega eftir því umboði sem þingið hafði falið honum sem og því sem stendur í ESB - biblíunni.  Ólíkt td. forsætisráðherra þá kann hann ensku og er þokkalega menntaður og talar ensku.

Aðlögun en ekki samningar við ESB

"Það er mikill misskilningur að hægt sé að leika sér í milliríkjasamningum, að »kíkja hvað sé í pakkanum«. Ríki sem sækir um aðild að Evrópusambandinu fer inn í aðlögunarferli þar sem umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og reglugerðir Evrópusambandsins. Ráðamenn í Brussel gera ráð fyrir að umsóknarríki hafi gert upp hug sinn og vilji inn í félagsskapinn. Evrópusambandið býður ekki upp á neinar óskuldbindandi viðræður. Á vefsíðu ESB sem fjallar um stækkun ESB segir orðrétt.:

 „Í fyrsta lagi er mikilvægt að undirstrika það að hugtakið samningaviðræður getur verið misvísandi. Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu - sem fylla 90 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur ... verður ekki samið."

Enski textinn.:

[1] „First, it is important to underline that the term „negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules ... are not negotiable."

(Sjá:http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf)."

Í óteljandi skipti hef ég boðið ESB - "sértfræðingunum" að snara enska textann yfir á íslensku.  Að sjálfsögðu hefur ENGIN blogglúður Evrópusambandsins treyst sér til þess.

Hverju skyldi valda .. ??? 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 13:31

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það væri bara besta mál að fá kosningar um þetta í sumar og fá því vísað frá. Helst líka alþingiskosningar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2012 kl. 14:02

6 identicon

Málefnalegar konur með bein í nefinu eins og Vigdís Hauksdóttir eru flottar.

Það þarf að kjósa um þetta stóra mál.

jonasgeir (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 14:28

7 identicon

Fróðlegt viðtal fyrir þá sem vilja fræðast um kannanir;http://www01.ruv.is/frett/ras-1/vilhallar-kannanir

Fyrir Guðmund 2 Gunnarsson ;http://www.enskmalstod.is/

hrafnafloki (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband