Kjánapar frá ASÍ í Silfrinu

Kontóristar af ASí komu í Silfur Egils í dag að útskýra hvers vegna Ísland ætti að taka upp evru. Ein rökin fyrir upptök evru, sögðu snillingarnir frá ASÍ, er að þar með værum við komin með lánveitanda til þrautavara - Seðlabanka Evrópu.

Seðlabanki Evrópu er ekki lánveitandi til þrautavara. Bankanum er beinlínis bannað að vera lánveitandi til þrautavara - til að skattgreiðendur í einu ríki (les:Þýskaland) verði ekki ábyrgir fyrir óreiðufjármálum annarra ríkja (les: Suður-Evrópa).

Kjánaparið frá ASí kann ekki grunnvallaratriðin myntsamstarfi ESB-ríkjanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir þennan þátt þá held ég að Páll Magnússon hljóti að sjá að Egill er með öllu óhæfur í þetta starf og þessi þáttur hans er bara orðinn skrípaleikur.

Björn (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 21:57

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Egill er orðinn úreltur og útþvældur og flestir búnir að fá nóg af trúboði hans í pólitík

Halldór Jónsson, 22.1.2012 kl. 22:29

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Má vera að kjánaparið í ASÍ kunni ekki grundvallaratriði í myntsamstarfi ESB, en þeir eru ekki einir um það. Hvorki Seðlabanki Evrópu eða neinn í þeim skakka klúbbi kæra sig hætis hót um reglurnar, þ.e. ef það hentar þeim.

Ragnhildur Kolka, 22.1.2012 kl. 23:09

4 identicon

Þau vita ekki neitt maður... Ég held að Egill æti að hætta að þvaðra um pólitík og fjalla meira um bækur.

spritti (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 23:11

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gáfnaljósin reyna að slá ryki í augu þeirra sem hirða ekki um að leita ábyggilegra staðreynda varðandi útreikninga Eurostat,hagstofu ESB. Þar sem ranglega er reiknaður húsnæðiskostnaður Íslands. Sagður of hár miðað við krónu sem gjaldmiðil,reyna að troða oní okkur Evrubleðlinum. Heimsýn og Jón Valur,blog.

Helga Kristjánsdóttir, 23.1.2012 kl. 01:50

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

ASÍ karla-parið hans Egils hefur ekkert heyrt um aftöku-verðtryggingu lífeyrissjóðanna í gegnum bankana (þessar stofnanir vinna allar saman), heldur eru þeir uppteknir af að útskýra vaxta-vexti í ruglinu og á línuritunum.

Þeir gleymdu alveg að taka fram, að það eru þeir sjálfir í samvinnu við SA, sem teikna einráðir upp þessi tortímandi línurit. En það er til of mikils ætlast að þeir sem eiga að verja verkamenn og þeirra kjör, skilji sitt hlutverk.

Það var enginn sem sagði þeim hvert væri hlutverk Gylfa, og nú skal launamaðurinn kúgaður til að ganga í Evrópska seðlabankann, sem er blóðsuga heiðarlegs vinnandi fólks út um alla Evrópu.

Ég held að Gylfi Arnbjörnsson ætti að fara í huglæga atferlismeðferð, og sjá hvort ekki rofaði aðeins til í hans höfði við það. Eitthvað þarf hann alla vega að gera í sínum málum, ef hann ætlar að halda áfram í þessu starfi. Það verður bara að segjast eins og er.

Agli Helgasyni er greinilega alveg hætt að lítast á alla þessa vitleysu, eða hann botnar hvorki upp né niður í einu eða neinu. Ég held að hann ætti að enda hvern þátt á símtali við Jóhannes Björn, ef hann vill gera þjóðfélagsþegnunum gagn með þessum þætti.

vald.org (síðan hans Jóhannesar)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2012 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband